Guðrún Sørtveit mælir með

Áhrifavaldurinn Guðrún Sørtveit veit ýmislegt þegar kemur að snyrti og húðvörum.
Guðrún er einstaklega fær förðunarfræðingur en hún er kennari hjá Makeup Studio Harpa Kára og bloggari hjá Trendnet.is
Hún fjallar mikið um snyrtivörur á samfélagsmiðlum sínum, sýnir kennslu video, deilir skemmtilegum ráðum og margt fleira.
Við báðum Guðrúnu að deila með lesendum okkar hverjar hennar uppáhalds vörur eru:

 1. Chanel LES BEIGES WATER-FRESH TINT
Þetta er búið að vera minn “go to” farði í sumar en hann gefur ótrúlega fallega og létta áferð.

 2. Clarins Instant Concealer
Rakagefandi hyljari sem er léttur en þekur vel um leið. Mér finnst líka algjör snilld að hyljarinn komi í túpu.

3. Gosh – I’m Blushing
Fallegir kinnalitir sem gefa ferskt útlit.

 4. Chanel Soleil Tan De Chanel
Ein af mínum upp allra uppáhalds vörum.
Þessi bronzer hlýjar húðina. Formúlan er æðisleg en hún er mitt á milli að vera krem og púður.

 5. Simple Augnfarðahreinsir
Augnfarðahreinsir sem tekur allann augnfarða af. Formúlan er létt og ertir ekki augun. Hentar vel viðkvæmri húð.

 6. Chanel Rouge Coco Gloss “Physical 166”
Fallegur ferskjulitaður gloss með smá gyllingu sem passar einstaklega vel við nude varaliti.

 7. NIP+FAB Glycolic Fix Daily Cleansing Pads
Skífur sem ég bæti reglulega inn í húðrútínuna mína. Þær jafnar yfirborð húðarinnar og minnkar ásýnd húðhola.

 8. Guerlain Aqua Allegoria Coconut Fizz
Yndislegur ilmur sem er búið að vera í miklu uppáhaldi hjá mér í sumar og verður það eflaust líka í haust.
Ferskur kókos ilmur en kosturinn við þennan ilm er að það má blanda honum við aðra ilmi.

 9. Clarins Ombre Sparkle Eyeshadow
Litsterkir, fallegir og trylltir augnskuggar

 

Hægt er að fylgjast með Guðrúnu hér:

Instagram: @gudrunsortveit 
Trendnet: www.trendnet.is/gudrun-sortveit 

 

 

 

 

 

 

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR