Guerlain – MAD EYES

MAD EYES er ný lína hjá Guerlain hönnuð með það í huga að undirstrika náttúrulega fegurð kvenna. Með aðeins 4 skrefum getur þú orðið besta útgáfan af sjálfri þér! Hver og ein vara er einnig auðveld og fljótleg í notkun og eru þær því hentugar þegar lítill tími gefst til.


Skref 1.
 Augabrúnir með MAD EYES BROW FRAMER

MAD EYES Brow Framer er litað augabrúnagel með trefjum sem gefur brúnunum náttúrulega fyllingu ásamt því að móta þær. Formúlan inniheldur býflugnavax og bómullar extrakt sem örvar hárvöxt með hverri notkun líkt og serum. Gelið er fáanlegt í 3 litum: Blonde, Brown og Brunette.

Skref 2.  Augnumgjörðin með MAD EYES CONTRAST SHADOW DUO

MAD EYES Contrast Shadow er krem augnskugga stifti sem er einfalt í notkun og fullkomið til að ramma inn augnumgjörðina. Val er um bæði mattann og ljóma skugga sem má nota bæði saman eða í sitthvoru lagi, þeir blandast auðveldlega og endast í allt að 24 tíma. Stiftið er fáanlegt í 4 lita samsetningum.


Skref 3. Eyeliner með MAD EYES PRECISE LINER eða INTENSE LINER

Fyrir þær sem vilja beina athyglinni enn frekar að augunum eru í boði tveir eyelinerar í línunni.


Annars vegar MAD EYES Precise Liner sem er svartur túss eyeliner og er einstaklega auðveldur í notkun. Auðvelt er að ráða þykkt linersins og hann er því fullkominn í hið vinsæla „Cat-Eye Look“. Liturinn er mattur, smitast ekki og endist í allt að 24 tíma.

Og hins vegar MAD EYES Intense Liner sem er vatnsheldur fljótandi eyeliner með fallegri lakk áferð sem endist í 24 tíma. Linerinn er fullkominn í grafík liner og er fáanlegur í 2 litum: Glossy Black og Glossy Brown.

Skref 4. Maskari á augnhárin með MAD EYES MASCARA 

MAD EYES Mascara gefur augnhárunum mikla fyllingu og lengir ásamt því að greiða vel úr þeim. Formúlan inniheldur nærandi efni sem þétta og lengja augnhárin líkt og serum. Sjáanlegur árangur á aðeins 4 vikum.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR