Guerlain: Nýjungar í Météorites !

Fyrsta púður Guerlain kom á markaðinn árið 1987 og var unnið með sérstakri ljóstækni sem gefur húðinni ljóma og fallega birtu. Ljóstækni Météorites línunnar breytir ljósi, sem augað nemur ekki, í óvenjulega fallegan ljósbaug við húðina. Einnig framkalla litríkar perlurnar hina óaðfinnanlegu regnbogatækni sem leiðréttir, jafnar og endurlífgar ásýnd húðarinnar.

Nú árið 2020 skrifar Météorites nýjan kafla í sögu sinni með 2 nýjum ljómavörum sem fanga ljós sem aldrei fyrr.

Météorites Pearl Dust Palette

Pearl Dust pallettan býður uppá þrjá liti af ljóma púðri sem hægt er að blanda eða nota í sitthvoru lagi, allt eftir þínu höfði. Til að fá ferskt útlit, notaðu bleikan, fyrir eitthvað ríkara, veldu gull og fyrir hlýrri valkost, prófaðu amber. Fullkomin palletta fyrir þær sem vilja fallegan ljóma án þess að fá glimmer áferð og hana má nota bæði fyrir ljóma, kinnalit og augnskugga.

Guerlain Meteorites Liquid Pearls Pen

Ljómapenni sem er einfaldur og fljótlegur í notkun. Formúlan er einstaklega falleg og létt sem blandast vel og áreynslulaust. Ljómapenninn er fullkominn til þess að hafa í veskinu til að grípa í yfir daginn og fríska aðeins uppá yfirbragð húðarinnar. Hann er fáanlegur í þremur litum; Pearly Pink, Pearly Gold og Pearly Amber.  

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR