Guerlain – Veldu rétta sólarpúðrið fyrir þig

Smá sólbrúnka og frískleg húð gerir allt betra, eru ekki flestir sammála því?
 
Terracotta sólarpúðrin frá Guerlain hafa verið ótrúlega vinsæl í mörg ár og eru hreinlega ómissandi í margar snyrtibuddur. Þau eru hlýleg og veita fallegan ljóma. Nú hefur Terracotta gefið út tvö ný sólarpúður og er því óhætt að segja að allir geti fundið sólarpúður við sitt hæfi. Hvort sem þú viljir léttan ljóma, matt, hlýja eða kalda tóna.

NÝTT- Terracotta Nude veitir fallegan léttan ljóma og ýtir undir náttúrulega fegurð hvers og eins. Terracotta Nude kemur í einum lit sem aðlagast að þínum húðlit.

Terracotta Light er púðurblanda af sólarpúðri og léttum kinnalit. Púðrið veitir fallegan ljóma og gefur húðinni náttúrulegt og frísklegt útlit. Terracotta Light kemur í sex litatónum, 00 Light Cool – 01 Light Warm – 02 Natural Cool – 03 Natural Warm – 05 Deep Cool – 04 Deep Golden.

Terracotta Original veitir fallegt og sólkysst yfirbragð og gefur húðinni einstaklega fallega hlýju og frísklegt útlit. Terracotta Light kemur í fimm litatónum, 00 Clair Blondes – 01 Clair Brunettes – 02 Naturel Blondes – 03 Naturel Brunettes – 04 Moyen Blondes.

NÝTT- Terracotta Matte gefur alveg matta áferð og er auðvelt að blanda og byggja upp. Það hentar því einstaklega vel til þessa að skyggja og ýkja andlitsdrætti. Terracotta Matte kemur í þremur litatónum, Clair – Moyen – Foncé.

 

Nýjungar í Terracotta frá Guerlain eru væntanlegir í verslanir á næstu dögum.

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR