Hausttrendið í varalitum

Haustið er svo spennandi tími en þá er allt að breytast, kuldinn lætur finna fyrir sér, rauð gul laufin fara að vera áberandi ásamt öðrum fallegum litum úr náttúrunni.
Það skemmtilega við haustið er að förðunartrendin breytast mikið þegar sumrinu líkur og djúpir litir fara að vera meira áberandi.

Við hjá Box12.is erum svo spennt að taka upp haustlitina en hér er að finna nokkra af okkar uppáhalds haust varalitum.

 

 

Guerlain KISSKISS Matte M330 & M306

Mattir litir eru alltaf vinsælir og ganga við allt í gegnum allt árið.
Það er nauðsynlegt að eiga einn rauðan lit i snyrtiveskinu en KISSKISS línan frá Guerlain kom með nýja liti í haust sem eru allir gullfallegir. Djúpir, litsterkir og fallegir.
Brúntónalitir hæfa haustinu afar vel og er litur M306 fullkomin fyrir daginn. Látlaus, léttur en haustlegur.

Guerlain gaf einnig út nýja liti í KISSKISS liquid lipstick en þeir koma í möttu, glansandi og sanseraðri áferð.
Þessi vínrauði fer haustinu ótrúlega vel en hann er fallega djúpur og heillandi. Litur: 369

Rose Nocturne og Rouge Obscur

Haust og vetrarlína Chanel er allt um svart og hvítt. Djúpir litir einkenna línuna ásamt hreinum hvítum litum. Varalitirnir eru gullfallegir og hæfa haustinu ótrúlega vel.
Chanel Rouge Allure Velvet Extreme litirnir eru mattir með endingagóðri formúlu.
Rose Nocturne hefur mauve og brúnrauðan lit en Rouge Obscur er djúp rauður litur.

Mattir varalitir halda áfram hjá Chanel en Rouge Allure Liquid Powder er ein nýjung úr línunni. Púður varlaitur sem þornar með mattri áferð á vörunum. Formúlan er létt, harðnar ekki og endist ótrúlega vel.
Timeless er léttur og karamellubrúnn litur sem henntar öllum við öll tilefni.

Clarins Joli Rouge Lacquer eru dásamlegir varalitir með miklum glans. Formúlan er blanda af varasalva og varalit sem gerir hana svo nærandi á vörunum. Litsterkir litir sem henta öllum húðlitum, auðveldir í notkun og ríkir af nærandi olíu.
Liturinn 705L er dásamlegur rauðbrúnn litur sem allir eiga eftir að elska.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR