Highlighter – hvað gerir hann og hvernig nota ég hann??

Highlighter hefur aldrei verið eins vinsæll og hann er núna. Ljómandi, björt og geislandi húð er mjög áberandi í dag og mun líklegast seint fjara út.

En hvað er Highlighter og hvernig á að nota hann?

Highlighter er ljómavara sem endurspeglast í ljósi. Slík vara er til í ólíkum formum meðal annars föstu púðurformi, fljótandi og stift formi.
Highlighter er notaður til að draga fram ákveðin svæði á andlitinu og ýkja þau enn frekar.

     

Gullna reglan er að ljómapúður skal fara á mitt ennið, undir augabrúnirnar, hökuna, kinnbeinin og fyrir ofan varabogann.

Með þessari reglu virðast augabrúnirnar og kinnbeinin hærri og varirnar stærri og fylltari. Ljómapúður er sett á eftir farðanum og er það yfirleitt lokaskrefið í förðuninni.
Leyndarmál förðunarfræðinga er að nota einnig ljómapúður á bringubein og axlir.

Hér að neðan er að finna einstaklega fallegar ljómavörur sem henta öllum og eru auðveld til notkunar.

CHANEL POUDRE LUMIÈRE Illuminating Powder

Gullfallegt ljómapúður frá Chanel sem hentar fyrir öll tilefni.
Púðrið bráðnar fallega inn í farðann og gefur gullfallegan ljóma.

Shiseido Aura Dew

Margnota ljómavara en Aura Dew er hægt að nota í andlit, augu og á varir.
Létt sansering og fullkominn ljómi.

Terracotta On The Go – Highlighting Stick

Ljómavara þarf ekki endilega að vera í föstu púðuformi en hana má einnig finna í stiftformi líkt og í sumarlínu Terracotta.
Higlighting Stick bráðnar svo fallega inn í húðina og gefur henni náttúrulegan ljóma sem endist og endist. Ljóma stiftið má nota bæði undir og yfir farða.

Shiseido Syncro Skin Illuminator 

Fljótandi ljómavörur eru einnig mjög vinsælar en þeim má nota undir og yfir farða. Shiseido Syncro Skin er hægt að blanda út í farða. Fljótandi ljómavörur gefa einnig mjög náttúrulegan ljóma og er fullkominn fyrir þau sem vilja ekki of mikinn ljóma eða birtu í andlitið.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR