Hneyksli í París! – Nýr ilmur frá Jean Paul Gaultier

Einn besti tími ársins að okkar mati er rétt handan við hornið. Hátíðunum fylgir mikil gleði og oft á tíðum erum við að flakka á milli matarboða og heimsókna. Við förum í okkar fínasta púss, hittum kærkomna vini og fjölskyldu og höfum gaman saman! Núna eru að verslanir að fyllast af ilmum fyrir komandi árstíð en hverju erum við að leita eftir?. ..

Nýjasti ilmurinn frá Jean Paul Gaultier ber nafnið Scandal by night og er að okkar mati fullkominn fyrir komandi tíma! Innblástur fyrir ilminn kemur frá París, þó annari hlið af París…. Þegar við hugsum um rómantísku borgina París kemur fyrst upp í huga Effel turninn, fegurð og rómantík! Það er þó ekki það sem Jean Paul hafði í huga þegar að hann þróaði Scandal ilmina! Innblásturinn kemur frá París að kvöldi til, partý, klúbbar og svona aðeins dekkri hlið borgarinnar fallegu.

Það má því segja að þessi ilmur sé fullkominn fyrir þann fagnað sem óðum nálgast þegar nær dregur jólum! Ilmurinn er djúpur en á sama tíma mjúkur sem verður að fullkomnu jafnvægi.

Það sem einkennir þennan mjúka en á sama tíma djúpa ilm er:

hunang, Patchouli, Tonka baunir og hvít blóm

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR