Húðumhirða unga fólksins !

Húðin okkar er sífellt á breytingu þegar við eldumst og er því mikilvægt að vernda húðina snemma gegn þessum breytingum sem mengnun, loftslag og sólargeilsar geta haft áhrif á.
Lykillinn er að byrja snemma að kynna sér hvernig skal annast húðina, hvaða húðvörur við eigum að nota og hvernig húð við erum með.

Húðin okkar breytist verulega við kynþroskaskeið en þá er fullkominn tími til að byrja að huga enn betur að húðinni okkar.
Hormónar geta valdið auka fitu í húðinni og myndað þar af leiðandi stíflur og bólur.
Ef ekki er átt við slíkt vandamál snemma getur það haft í för með sér frekari skemmdir sem erfitt er að eiga við síðar.

   

Húðin okkar er misjöfn milli manna og er því mikilvægt að átta sig á hvernig húðgerð þú ert með.  Ef þú ert ekki viss með þína húðgerð er gott að ráðfæra sig við snyrtifræðing.
Húðin okkar er afar viðkvæm og er því gott að byrja varlega fyrst og velja vandaðar og góðar vörur

En hvernig skal huga að húðinni?

Mælt er með að hreinsa húðina kvölds og morgna.
ef farði er notaður er hann hreinsaður burt og húðin sjálf hreinsuð strax á eftir.

 Nip Fab Teen Skin Fix Pore Blaster Wash Day / Night
Frábær dag og næturhreinsar sem eru einstaklega mildir og fara vel með húðina.
Nip Fab Teen Skin Fix er hönnuð fyrir húð sem hefur stíflur, bólur, roða og fílapensla.
Hreinsarnir draga úr umfram olíu af húðinni, minnka svitaholur ásamt því að innihalda andoxunarefni sem eru einstaklega nærandi fyrir húðina.

Shiseido WASO Quick Gentle Cleanser
Dásamlegur gel hreinsir sem breytist í mjólk án þess að komast í snertingu við vatn.
Hreinsirinn er mildur, hentar vel fyrir viðkvæma húð. Dregur í sig umfram olíu ásamt því að hreinsa burt farða og önnur óhreindindi.

Ef húðin er að berjast við bólur eða önnur vandamál eru bómullaskýfur með léttum ávaxtasýrum frábær meðferð og eru skýfurnar notaðar strax á eftir hreinsuninni.Nip Fab Teen Skin Fix Breakout Rescue Pads
Bómullaskýfur sem ná burt öllum óþarfa óhreindinum sem liggja fast á húðinni.
Innihalda Wasabi þykkni og Salisýlsýru. Salisýlsýra gengur djúpt ofan í húðina og hreinsar burt öll óhreindini og stíflur.
Með reglulegri notkun kemur formúlan jafnvægi á húðina og verndar hana gegn frekari stíflum

Að skrúbba andlitið létt 1x í viku er gott fyrir húðina. Andlitsskrúbbar hreinsa burt dauðar húðfrumur af húðinni sem geta myndað stíflur og bólur.

Shiseido WASO Soft + Cushy Polisher
Það er mjög mikilvægt að velja léttan andlitsskrúbb, grófur skrúbbur getur rispað húðina okkar og valdið skemmdum.
WASO Soft + Cusy Polisher er einstaklega mildur og léttur. Skrúbbar í burtu öll óhreindi af húðinni og skilur hana eftir silki mjúka.

Gott rakakrem er borið á hreina húð kvölds og morgna. Góður raki heldur húðinni okkar í jafnvægi og gefur henni ljóma. Án allan raka í húðinni eldist húðin okkar hraðar, hún verður grá og skortir allan ljóma.
Á sumrin er mikilvægt að muna eftir góðri sólarvörn.

My Clarins RE-BOOST
My Clarins línan er hönnuð sérstaklega fyrir unga fólkið. Línan er hrein og inniheldur hún um 88% náttúruleg innihalds efni.
My Clarins hefur þrjú frábær rakakrem fyrir ólíkar húðgerðir.
Línan inniheldur gott og rakamikið rakakrem sem er frábært fyrir þurra húð.
Mattandi krem sem dregur úr mikilli olíumyndun og kemur jafnvegi á húðina, hentar vel olíumikilli og blandaðri húð.
Frískandi rakakrem sem er frábært fyrir allar húðgerðir. Gefur raka, kemur jafnvægi á húðina og öll kremin hafa eiginleika að vernda húðina þína gegn skaðlegum umhverfisþáttum.

Aukin hreinsun með hreinsimaska er góð fyrir stíflaða húð og má nota slíka maska 1x í viku.

Shiseido WASO Purifying Peel off mask
Hreinsimaski sem sogar í sig umfram óhreindi.
Þennan frábæra maska má nota 1x viku. Maskinn er látinn liggja á húðinni í 20 mínútur. Meðan hann vinnur sogar hann til sín óhreindin sem liggja sem fastast í dýpri lög húðarinnar.Húðin verður silki mjúk og ásýnd húðhola verður smærri.

Rakamaskar má nota 1-2x í viku en þeir gefa húðinni extra raka.

My Clarins Recharge Relaxing Sleep Mask
Næturkrem sem er einnig næturmaski.
Formúlan er full af raka sem nærir húðina meðan þú sefur. Húðin fær alla þá næringu og hún endurnýjast yfir nóttina svo þú vaknar með mýkri og ljómandi húð morgunin eftir.

Glans og einstakar bólur eru vandamál sem flækjast oft fyrir unga fólkinu.
Með þessu einstaka stifti getur þú sagt bless við aukinn glans á húðinni og stórar svitaholur.

My Clarins PORE-LESS
Stiftið sogar í sig umfram olíu og „blurrar“ svitaholurnar.
Æðislegt eitt og sér og undir farða.
Má einnig nota yfir farða.

Nip Fab Teen Skin Fix Teen Skin Fix Spot Zap
Töfra penni sem hreinsar burt bólu á 24 klukkustundum.
Þú einfaldlega rúllar pennanum yfir bóluna en formúlan hjálpar til að draga verulega úr bólgu, roða og flýta fyrir hreinsun.
Inniheldur Ecualyptus og Tea Tree olíu sem hafa afar hreinsandi eiginleika

 

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR