Hvernig á ég að skyggja andlitið?

Það skemmtilega við förðunarheiminn er að reglulega skjótast upp ákveðin „Beauty Trend“ sem hljóta gríðarlega vinsælda og nánast allir taka þátt í.
Eitt af þessum „Beauty Trendum“ er Contour & Highlight eða Skygging og Ljómi á góðri íslensku.
Þetta er ákveðin tækni sem förðunarfræðingar hafa notfært sér í fjölda ára til að ýkja andlitsdrætti eða draga úr þeim.
Það má segja að þessi tækni hafi náð vinsældum í förðunarheiminum þegar Kim Kardashian deildi með fylgjendum sínum á Instagram hvernig hún ýkir sitt andlitsfall en hennar förðunarfræðingur er snillingur í að draga fram hennar bestu andlitsdrætti.

Við búum öll yfir fallegum og ólíkum andlitsdráttum og með skyggingu og ljóma náum við að fanga okkar andlitsfall enn betur.

Þegar húðin okkar er óförðuð eða eingöngu með farða virðist hún heldur flöt.
Létt skygging býr til fallega skugga á andlitið okkar og nær að draga úr ákveðnum svæðum sem við kjósum
Dæmi: kjálkinn, ennið, nefið eða undir kinnbein.
Oft er ruglað saman sólarpúðri og skyggingarlit en sólarpúðrið er hlýr litur og kallar fram sólkyssta og sumarlega húð meðan skyggingarliturinn er kaldur litur og býr eingöngu léttan skugga á andlitsfallið okkar til að ýkja andlitsdrætti okkar enn frekar.

Mikilvægt er að gefa húðinni smá lýsingu á móti skugganum og með því er hægt að nota örlítið ljósari hyljara.
Við lýsum þau andlistsföll sem við viljum draga fram enn frekar
Dæmi: Miðja nefsins, mitt ennið, varaboginn, hakan og undir augun.
Góð regla er sú að við skyggjum ytri parta andlitsins en lýsum miðjuna. Þannig náum við að búa til góða dýpt í andlitið og ramma við inn okkar fallegustu andlitsdrætti.

 

hvernig við skyggjum ólík andlitsföll

Að sjálfsögðu eru engar reglur um skyggingu en hver og einn þarf að finna út hvað hentar sínu andlitsfalli.

Með þessum vörum hér að neðan getur þú náð fram fallegri skyggingu og ljóma á auðveldan hátt.

Skygging:

 1. GOSH Contour‘N Strobe Kit „001“
Fullkomin palletta sem passar vel í veskið.
Inniheldur fjóra liti. Skyggingarlit, sólarpúður, ljómapúður og ljósan lit.
Allir litirnir gefa þer tækifæri að skyggja andlitið vel ásamt því að draga fram þína bestu eiginleika og gefa því smá extra með fallegum ljóma.

 2. Chanel Soleil Tan De Chanel.
Þessi vinsæla vara er mitt á milli sólarpúðurs og skyggingar vöru.
Formúlan er frekar hlý en hana má einnig nóta til að gefa létta og fallega skyggingu sem hægt er að nota eina og sér.

 3. Guerlain Terracotta Sun Trio
Vinsælu Terracotta vörurnar eiga frábæra skyggingavöru en Sun Trio inniheldur 3 kalda liti sem eru fullkomnir í létta skyggingu.
Má einnig nota sem augnskugga.

Lýsing / Ljómi:

 4. Gosh High Coverage Concealer
Með því að nota hyljara sem er einu númeri ljósari en farðinn getur þú lýst upp ákveðin svæði sem þú vilt draga fram. T.d. undir augum, miðju enni eða höku. Þessi frábæri hyljari hefur létta formúlu sem hylur vel. Hann er einnig fullkominn til að draga úr dökkum baugum og fela roða eða bólur.

 5. Clarins Instant Concealer. 
Dásamlegur hyljari með rakagefandi eiginleika. Hyljarinn hylur ótrúlega vel og er fullkominn til að lýsa upp undir augum. Instant Concealer endist allan daginn en hann hefur þá eiginleika að róa viðkvæma húð.

 6. Shiseido Synchro Skin Illuminator
Fallegur og náttúrulegur ljómi sem nota má bæði á andlit og líkama.
Húðin verður geislandi, björt og sumarleg. Formúlan er fljótandi svo auðvelt er að blanda hana við húðina. Ljóminn bráðnar fallega inn í húðina og skilur eftir sig náttúrulegt yfirbragð. Má nota undir og yfir farða.

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR