Hvernig er best að nota förðunarbursta!

Við eigum í flestum tilfellum bara nokkra bursta og notum þá fyrir ákveðna vöru, en erum við að nota rétta burstann við réttu vöruna? Hérna að neðan munum við fara yfir þá bursta sem eru í boði hjá Clarins. Við munum útskýra hvaða bursta er best að nota með hvaða vöru, einnig afhverju þessir burstar eru góðir og hvernig útkoman verður með hverjum bursta. Burstarnir eru einnig cruelty-free og ekki þarf að endurtaka það oft en þeir eru guðdómlega mjúkir.

Multi-Use Foundation Brush

Fjölnota förðunarbursti

Einstaklega mjúkur bursti sem passar það að farðinn sé borinn létt og fallega á andlitið. Hægt er að nota farða, dagkrem, farðagrunn eða einhverkonar krem með þessum bursta. En ef þú ert að leita að förðunarbursta sem skilar léttri og frískri förðun að þá viltu þú eiga þennan bursta.

Foundation Brush

Flatur förðunarbursti

Þessi flati förðunarbrusti frá Clarins er búinn til úr einstaklega mjúkum og þéttum hárum og er fullkominn ef þú vilt að farðinn þinn nær fullri þekju á andlitið. Þéttu hárin í burstanum sjá til þess að auðvelt er að bera farðann á andlitið og byggja hann upp. Þessir burstar eru frábærir fyrir hvaða þekjandi farða, en hann hentar einnig til þess að bera hyljara á andilið eða jafnvel þegar þú setur á þig maska.

Blush Brush

Skáskorinn förðunarbursti

Skáskorinn bursti aðstoðar þig að skyggja andlitið þitt fullkomnlega. Skáskornu hárin í burstanum sjá til þess að fylgja útlínum kinnbeinsins og gefa þér fallega skyggt andlit. Það má einnig nota þennann bursta sem kinnalitsbursta og má nota þennan bursta í púðursvörur sem og kremvörur. Clarins „Contour 2 Go“ og „Glow 2 Go“ eru fullkomnar vörur fyrir þennann bursta, þar sem þú notar „Contour 2 Go“ til að skyggja andlitið og „Glow 2 Go“ til að gefa kinnunum þínum fallegann lit.

Powder Brush

Púður förðunarbursti

Þú finnur held ég ekki mýkri bursta en púðurburstann frá Clarins. Þessi stóri púðurbursti sér til þess að sólarpúðrið dreifist jafnt og þétt á andlitið og skilur það eftir frískt og fallegt. Púðurburstar eins og þessi eru fyrir laust púður sem og heilt púður, eins og sólarpúður.

Eyeshadow Brush

Þykkur augnskuggabursti

Þessi þétti augnskuggabursti er til þess að mýkja upp það sem þarf að mýkja, en gott er að nota þétta augnskuggabursta til að gera „smokey“ augnförðun. Nota má þennan bursta í blautar vörur sem og venjulega augnskugga. Þéttu hárin í burstanum sjá til þess að liturinn dreifist vel og blandast auðveldlega á augnlokið, en gott er að nota hann á ákveðin svæði en ekki allt augnlokið t.d. að mýkja út eyeliner.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR