Hversdagsförðun á að vera auðveld og fljótleg. Förðun sem tekur enga stund og virkar fyrir þig og þína húð. Við tókum saman nokkrar af okkar uppáhalds vörum sem væru fullkomnar fyrir hversdagsförðun. Vörurnar eru auðveldar í notkun, eitthvað sem flestar ættu að geta notað.
Facelift farðagrunnur frá Gosh
Áður en farði er settur á er gott að setja farðagrunn (e.primer), en við mælum með Gosh Facelift farðagrunninum. Hann sér til þess að filla inn í fínar línur, jafnar áferð húðarinnar og undirbýr húðina fyrir farðann svo hann endist lengur.
Les Beiges farði frá Chanel
Farði sem gefur 12 stunda raka og bráðnar inn í húðina þegar hann er settur á andlitið. Farðinn hefur miðlungs létta þekju sem gefur þér kost á að byggja farðann upp af vild. Les Beiges farðinn gefur húðinni fallegann ljóma, sest ekki í fínar línur og verndar hana einnig frá efnum í umhverfinu sem geta haft áhrif á húðina.
LeCorrector hyljari frá Chanel
Hyljari sem veitir húðinni mikinn raka og endist vel. Formúlan er froðukennd sem blandast vel inn í húðina. Áferðin verður falleg og létt líkt og þín eigin húð. Setja á hyljarann undir augun, til að birta undir þeim og hylja mislit.
Terracotta Skin Highlighter Stifti frá Guerlain
Kremvörur eru yndislegar og auðveldar í noktun, ef þú átt ekki eina þá er þetta frábær byrjun. Terracotta styftið gefur húðinni sólkysstann ljóma og er fullkomin viðbót í förðunar rútínuna þína, sérstaklega þegar það er rigning og manni vantar smá meiri útgeislun og ljóma. Vöruna er hægt að vinna vel inn í húðina með bursta eða fingrunum og ræður þú hversu mikinn lit þú færð á andlitið.
Minimalist Whipped Powder Blush frá Shiseido
Kremaður kinnalitur sem er ótrúlega fallegur á húðinni og einfaldur í notkun. Hann er klárlega ein af okkar uppáhalds förðunarvörum frá Shiseido. Formúlan er bæði litsterk og mött en auðvelt er að blanda hana. Kinnalitinn má einnig nota sem augnskugga.
Eyelash Curler frá Shiseido
Ef það er einhver vara sem þú þarft daglega þá er það þessi augnhárabrettari. Sílíkon púðinn er sérstaklega mjúkur og formið legst vel að augum til að bretta öll hárin, einnig þau styðstu. Brettarinn nær hárunum nálægt rótinni og veitir fallega krullu án þess að klemma þau of mikið.
Wonder Perfect Mascara 4D frá Clarins
Maskarinn sem lengir augnhárinn, krullar og þéttir án þess að klessa þau. Í maskaranum er einnig B Vítamín og panthenol sem styrkir og lengir augnhárin. Formúlan nærir augnhárin þín og er endingargóð.Wonder Perfect Mascara 4D er einnig fáanlegur vatnsheldur.
Ultra Thin Brow Pen & Define Brow Gel frá Gosh
Náttúrulegar en miklar augabrúnir eru ákveðið statement sem getur fylgt náttúrulegri eða fínni förðun. Gosh Ultra Thin Brow Pen og Define Brow Gel er fullkomin tvenna í að ná fram náttúrulegum augabrúnum. Byrja skal að nota greiðuna á blýantinum, svo er fyllt inn í augabrúnirnar með pennanum og að lokum er gelið notað til að lífga upp á eða lita augabrúnirnar.