Ilmandi góðar fermingargjafir!

Nú þegar fermingar vertíðin er byrjuð eru margir farnir á stjá að leita að hinni fullkomnu fermingargjöf. Margir flækja það fyrir sér að velja gjöf fyrir fermingarbörnin enda svo ótal margt í boði. Hvort sem að þú ert að leita að gjöf fyrir stelpu eða strák eru ilmir alltaf frábær kostur. Það er eitthvað sem flestir geta nýtt sér og farið ilmandi vel inn í fullorðinna manna tölu.

Hérna koma nokkrir ilmir sem passa sérstaklega vel í fermingarpakkann!

 

Britney Spears, Rainbow Fantasy– Popp drottningin Britney Spears er þekkt fyrir frábæra ilmi en nýjsti ilmurinn Rainbow Fantasy gefur þeim eldri ekkert eftir. Sætur, djarfur og spennandi alveg eins og Britney sjálf!

Cristiano Ronaldo, CR7- Cristiano Ronaldo kom út með frábæra línu af ilmum á síðasta ári sem ber nafnið CR7, hann segir ilminn vera sitt leynivopn sem fyllir hann sjálfstrausti á hverjum morgni þegar hann spreyjar honum á sig. Ronaldo segir “Hvert sem ég fer er CR7 alltaf í töskunni minni svo að ég geti frískað upp á mig þegar ég er á ferðinni til að vera viss um að mér líði sem best.“

Christina Aguilera, Violet Noir– Það kemur nú ekkert á óvart að dívan sjálf gefi út ilmi sem eru hver öðrum vinsælli. Nýjasti ilmur hennar Violet Noir er fullkomin blanda af ferskum ávaxtailm með undirtónum af viði og musk sem gefur gott jafvægi. Æðislegur ilmur fyrir dömur á öllum aldri.

Rihanna, Reb’l Fleur- Tíundi ilmur í línu Rihönnu er ríkjandi og einstakur ilmur sem lýsir einnig karakter Rihönnu sem lagði mikla vinnu í að finna hinn fullkomna ilm fyrir þær sem þora.  REB’L FLEUR LOVE ALWAYS er samblanda af uppáhalds tónum hennar en má finna allt frá ferskum blóma ilm en einnig þyngri tóna eins og Vanilla, patchouli og amber.

Shawn Mendes, Signature- Kanadíski söngvarinn og lagahöfundurinn Shawn Medes skaust upp á stjörnuhimininn á stuttum tíma enda með eindæmum hæfileikaríkur. Hann hefur nú þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall hannað ilmi fyrir bæði kyn! Hann segir innblásturinn koma frá tónlistinni en þegar að hann semur lög blandar hann saman tónum sem verða að fallegri tónlist. Hann segir það sama með ilmina, blanda ólíkra tóna sem verða að hinum fullkomna ilm.

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR