Jean Paul Gaultier gefur út nýja línu, So Scandal!
Innblástur fyrir ilmina í Scandal línunni kemur frá París, þó annari hlið af París…. París að kvöldi til, partý, klúbbar og svona aðeins dekkri hlið borgarinnar fallegu. So Scandal línan er enn djarfari en sú fyrri, kvennlegri, eyðslusamari, skemmtilegri og meira kynþokkafull.
Glasið er einstaklega fallegt og ilmurinn er hindberjableikur.
Einkennisnótur ilmsins eru 3 blóm kvennleika, Orange flower, Tuberose og Jasmín. Ilmurinn er ferskur enn á sama tíma sætur.