Jólagjafahugmyndir – 5000, 10.000 & 15.000 kr

Jólagjafaleit getur oft verið stressandi og það gæti verið erfitt að velja réttu gjöfina handa rétta einstaklingnum. Okur langar að aðstoða þig með valið á réttu jólagjöfinni með að sýna þér nokkrar hugmyndir sem eru skotheldar í jólapakkann.

Gjafir undir 5.000

Køb Gosh Copenhagen Most Wanted Gift Box - Matas

Most Wanted Maskari & Eye Liner

Frábær tvenna sem mun hitta beint í mark. Maskarinn lengir og þykkir augnhárin, augnhárin munu ekki klessast. Með maskaranum er velvet eye liner sem auðvelt er að setja á augnlokið. Einnig má setja hann í vatnslínuna, því hann er vatnsheldur.

GUERLAIN Cils D' Enfer Mascara Gift Set | LOVERTE
Cils D’Enfer Maskara Gjafasett

Þessi fallegi maskari frá Guerlain lengir og þykkir augnhárin þín en þessi vara er ein vinsælasta varan frá merkinu. Einnig fylgir ljómagrunnur með, hann fer á undan farðanum þínum og sér til þess að andlitið þitt fá fallegann ljóma fyrir hátíðarnar.

 

Gommage Comfort Scrub - CLARINS | Cosma Parfumeries

Skrúbbar frá Clarins

Skrúbbarnir frá Clarins eru tilvalin gjöf fyrir þann sem elskar að dekra við sig. Skrúbbarnir eru í 3 útgáfum, Fresh, Comfort og Pure. Yndisleg viðbót í jólapakkann ef þú spyrð okkur.

Grab & Go palletta

Gosh er með þessa frábæru pallettu sem er fullkomin fyrir náttúrulegar farðanir. Náttúrulegu litirnir í augnskuggunum gera það kleift að auðvelt er að gera fallega skyggingu. Í pallettunni er einnig flottur highlighter og kinnalitur.

Gjafir undir 10.000

Authentic Gjafasettið

Authentic gjafasettið er tilvalinn fyrsti ilmur handa unga fólkinu. Abercrombie & Fitch ilmirnir hafa verið mjög vinsælir og er þessi engin undanþága, en í gjafakassanum kemur ilmvatn og líkamskrem.

Controlled Chaos Mascara Ink

Geggjað sett sem allir væru sáttir með, en í þessu setti má finna æðislega maskarann frá Shiseido. Unaðslegur augnhreinsir og fallegur rauður varalitur, tilvalinn fyrir hátíðarnar.

My Clarins Gjafasettið

My Clarins er frábær lína fyrir þær sem eru að byrja að huga að húðinni. Þessi lína er Vegan, Cruelty free og inniheldur fullt af náttúrulegum efnum sem eru góð fyrir andlitið. Gjafakassinn inniheldur það helsta frá My Clarins en þær vörur eru dagkrem, rakasprey og lúxus prufur af hreinsigelinu og næturkreminu.

Edition KLFW

Mini Varalita Gjafasett

Þessi slær heldur betur í mark hjá flestum sem ég þekki. Mini varalita settið frá Shiseido er svo fullkomin gjöf fyrir alla, þar sem gjafasettið bíður upp á 5 mismunandi varaliti í mini útgáfum.

Gjafir undir 15.000

Total Revitalizer Value Set

Shiseido er merki sem við elskum öll og er nú til gjafasett fyrir karlana okkar. Í þessu setti er andlitssápa, andlitskrem og augnkrem sem skilja andlitið eftir endurnært og orkumikið. Vörurnar vinna einnig gegn sýnulegum öldrunareinkennum. Frábært sett sem hentar fyrir venjulega til þurra húð.

Le Beau Ilmur

Frábær ilmur fyrir herrann í lífinu þínu, en Le Beau ilmurinn frá Jean Paul Gaultier er í fallegum jólakassa. Í jólakassanum má finna ilminn, sturtusápu og mini útgáfu af ilminum.

 

 Good Girl

Þessi ilmur er á óskalistanum mínum enda er hann geðveikur og ilmvatnsglasið er heldur betur fallegt. Í gjafasettinu má finna Good Girl ilminn ásamt líkamskremi, en með því að setja líkamskrem og ilmvatn eftir á þá mun lyktin af ilminum endast betur og lengur.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR