Jólagjafahugmyndir undir 3000, 5000 & 10.000

Jólagjafa stúss getur alltaf verið stressandi. Mörg okkar segja ár eftir ár að á næsta ári ætlum við að klára öll kaup í Október! Svo kemur október, nóvember og desember! Við ætlum að reyna auðvelda þér kaupin og koma með nokkrar skotheldar hugmyndir sem eru flottar í jólapakkann.

Gjafir undir 3000kr.

Gosh Gjafakassi – Favorite Lip Collection

Dásamleg gjöf sem inniheldur litla „mini“ glossa
Vörurnar í gjafakassanum eru 5 talsins en þar eru 3 glossar og 2 liquid varalitir.
Fullkomin gjöf fyrir varalita unnendur.

Gosh Gjafakassi Grab and Go
Flott palletta frá Gosh sem taka má hvert sem er. Gullfallegir augnskuggar og ljómapúður sem hægt er að nota á marga vegu.

Gosh Gjafakassi Most Wanted
Sú snyrtivara sem er hvað mest notuð er að sjálfsögðu maskarinn. Hvað er betra en að fá nýjan og góðan maskara ásamt augnblýanti í jólagjöf. Ótrúlega flott gjafaaskja sem gleður.

Gosh Gjafakassi Chameleon
Vinsæli Chameleon farðagrunnurinn og Chameleon augnskuggagrunnur saman í fallegum gjafakassa. Chameleon línan er æðisleg en farðagrunnurinn aðlagast þínum húðtón. Gerir það að verkum að farða- og augnskuggagrunnurinn hentar hverjum sem er.

Gjafir undir 5000kr

Clarins Perfect 4D look
Góður maskari gerir hvaða augnhár gullfalleg og það gerir Clarins 4D maskarinn. Hann er nú fáanlegir í frábærum gjafakassa sem inniheldur einnig litla útgáfu af bæði vinsælasta glossinu frá Clarins, Instant Natural Lip Gloss og augnfarðahreinsinum vinsæla.

Gjafir undir 10.0000

Shiseido WASO sett
Fullkomin gjöf fyrir alla húðvöru unnendur.
Dekur í stórum kassa. WASO línan er dásamleg fyrir allar húðgerðir og allan aldur.
Hreinar, náttúrulegar og rakamiklar.

Shiseido varalita sett.
5 gullfallegir varalitir úr Shiseido ModernMatte Powder Lipstick línunni. Varalitirnir eru einstakelga litsterkir, nærandi og haldast út allan daginn.
Lögunin á varalitunum er frábrugðin öðrum en auðvelt er að setja þá á og móta varirnar án þess að notavarablýants.

Vercace Eros Pour Femme
Ilmvatns gjafakassar eru alltaf vinsælar en þessi dásamlegi Vercace ilmur er nú fáanlegur í fallegum gjafakassa með 30ml ilm ásamt 50ml líkamskremi.
Glamúr og gull með sítrus, bergamot og granatepli sem aðalnótur

Coach Men

Dásamlegur herrailmur sem er fáanlegur með 60ml ilm og 100ml sturtusápu.
Ilmurinn ber nótur af peru, bergamot. Hjartað inniheldur kóríander og geraníum meðan botninn hefur nótur af vetiver og ambergris.
Ilmur sem bera má hvar og hvenær sem er.

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR