Jólagjöf fyrir hann

Við hugsum oft í hringi hvað við ættum að gefa pabba, vini, bróðir eða kærastanum okkar. Við viljum gefa gjöf sem hittir í mark og hann verður sáttur með. Til þess að gefa ykkur nokkrar hugmyndir settum við saman smá lista með 6 hugmyndum af gjöfum fyrir náinn mann í þínu lífið.

Le Male frá Jean Paul Gaultier

Le Male er langvinsælasti ilmur Jean Paul Gaultier frá upphafi og seljast 5 glös frá honum á hverri mínútu. Nú árið 2020 nær ilmurinn nýjum hæðum og er ilmvatnsglasið svo fallegt. Le Male inniheldur einnig hlýjar viðarnótur frá austurlöndum og er ilmurinn því djarfari en nokkru sinni fyrr!

Clarins ClarinsMen Super Moisture Balm 50ml - Feelunique

Super Moisture Balm frá Clarins Men

Moisture Blam er andlitskrem sem gefur góðann raka fyrir mjög þurra húð, tekur strax á vandamálunum. Kremið styrkir húðina og heldur henni rakagóðri, en það má bera kremið á andlit og ha´lsinn.

Jólakassinn frá Clarins Men

Í sumum tilfellum eru karlmenn ekki að nota neinar almennar vörur fyrir andlitið, Clarins Men er yndisleg lína og í jól kom þessi veglegi gjafakassi mennina. Það er aldrei of seint eða snemmt að byrja hugsa um húðina, og er þessi fullkomin með öllum nauðsynlegum vörum. Í þessum veglega gjafakassa má finna andlitsskrúbb, gott rakakrem, sturtusápu og rakstursolíu. Allar þessar vörur koma svo í veglegri snyrtitösku.

Eau de Toilette Abercrombie & Fitch Authentic Night 50 ml

Authentic Night frá Abercrombie & Fitch

Þessi ilmur er tilvalinn fyrir þá yngri, en hver elskar ekki Abercrombie & Fitch ilmina. Ilmurinn er kraftmikill með nótum af eplum, rabbabara og lótus. Ilmurinn ber arómatískan og ávaxtaríkann tón. En aðrir tónar ilmsins er eikarmosi, leður og lavander. Ég veit um nokkra sem væru til í þennann ilm í jólagjöf.

Total Revitalizer Value Set frá Shiseido

Shiseido er merki sem við elskum öll og er nú til gjafasett fyrir mennina okkar. Í þessu setti er andlitssápa, andlitskrem og augnkrem sem skilja andlitið eftir endurnært og orkumikið. Vörurnar vinna einnig gegn sýnilegum öldrunareinkennum í húð. Frábært sett sem hentar fyrir venjulega til þurra húð.

Paco Rabanne | 1 Million Eau de Toilette Gift Set for him | The Perfume Shop

1 Million frá Paco Rabanne

Nýjasta viðbótin frá Paco Rabanne, en 1 Million ilmurinn er tilvalin gjöf fyrir manninn þinn. 1 Million er seiðandi, ákveðinn og smá ýktur. lmurinn er með söltum nótum, amberviður sem gefur mjúka áferð á ilminn. Sólar og leðurnóturnar vinna fullkomlega í blandi við furunóturnar. Í gjafakassanum má finna 1 Million ilminn, svitalyktaeyði og míní útgáfu af ilminum sem er tilvalinn í ferðalög.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR