Jólagjöf fyrir vinkonuna

Við elskum að gleðja okkar nánustu og hvað þá vinkonurnar okkar. Box12 ákvað að taka saman nokkrar hugmyndir sem við mælum með í gjafir til vinkvenna þinna. Þessar skotheldu hugmyndir eru mjög líklegar til að gleðja vinkonu þína um jólin.

Edition KLFW

Mini Varalita Gjafasett

Þessi slær heldur betur í mark hjá flestum sem ég þekki. Mini varalita settið frá Shiseido er svo fullkomin gjöf fyrir alla, þar sem gjafasettið bíður upp á 5 mismunandi varaliti í mini útgáfum.

LE VERNIS - makeup - 13ml - CHANEL - Default viewLe Vernis Naglalakk

Naglalökk er alltaf vinsæl gjöf en naglalökkin frá Chanel eru dásamleg. Litirnir eru litsterkir, formúlan er endingargóð og auðveld í ásetningu. Liturinn að ofan er nr. 735 og mun hann fara öllum vel.

GIGA-Hydrating Rich Cream

Draumkennt rakakrem sem veitir húðinni góðan raka í allt að 48 tíma! Kremið er unnið úr gerjuðum sojabaunum og gulrótafrumum sem aðstoða húðina við að binda rakann og vinna á vandamálum sem geta stafað af þurrki. Minnkar húðholur og kemur í veg fyrir bólur. Dregur úr olíuframleiðslu húðarinnar og gefur matta áferð.

Versace Pour Femme Dylan Blue Versace perfume - a fragrance for women 2017

Dylan Blue pour femme

Dylan Blue er æðislegur blóma-ávaxta ilmur með musk í undirtón sem gerir hann einstakann og fullan af þokka og glæsileika. Þessi ilmur er minn óður til kvenleikans, sterkur, þokkafullur en á sama tíma fágaður ilmur fyrir þær konur sem þekkja sinn eigin styrk.

 

Ombre 4 lita augnskugga palletta

Fyrir jól kom Clarins út með nýja augsnkugga pallettur sem við erum ástfangnar af. Augnskuggarnir eru litamiklir með margskonar áferðum. Litirnir hafa endalausa möguleika og eiga að haldast á augnlokinu í allt að 12 klst. Augnskugga palletturnar koma í 6 mismunandi litum og eru þeir allir jafn fallegir.

Heimagerður dekurpakki frá Nip+Fab

Heimagert og persónulegt er líka alltaf vinsælt, en hægt væri að gera „heimagerða gjöf“ með að velja sína uppáhalds einnota maska og setja í fallega öskju. Sú sem fær þá gjöf mun verða heldur betur ánægð.

Clarins Instant Light Natural Lip Perfectors | Pixiwoo.com

Clarins Instant Light Natural Lip Perfector

Þessi vinsæla vara mun hitta beint í mark. Það er ekki af ástæðulausu að þetta er ein vinsælasta varan. Glossinn gefur vörunum næringu og raka allann daginn. Litirnir eru léttir og fallegir en ásetjarinn gerir það að verkum að auðvelt er að nota þá hvar og hvenær sem er án spegils.

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR