Jólagjöfin handa mömmu

Oft þarf ekki mikið til að gleðja mæður okkar en allar eiga þær skilið fallegar gjafir í jólapakkann.
Til að auðvelda ykkur leitina að hinni fullkomnu gjöf til mömmu þá tókum við saman nokkrar vörur sem eru klassískar og slá alltaf í gegn.

 1. Guerlain – Mon Guerlain Intense
Nýjasti ilmur í Mon Guerlain seríunni. Mon Guerlain Intense, eins og nafnið gefur til kynna er hann sterkari, djarfari og villtari en hinir. Aðal nóturnar eru Lavender, Jasmín og Vanilla líkt og í hinum Mon Guerlain ilmunum. Það sem einkennir Intense er að hann inniheldur tvær nótur af Vanilla og á botninum er að finna Patchouli. Mon Guerlain ilmirnir eru alltaf kvenlegir og klassískir.

 2. Shiseido Ultimune Power Infusing Concentration
Lúxus andlitsvara sem hentar hverri húðgerð og hvaða aldri sem er.
Þessi vara er hvorki rakakrem né serum heldur Concentrate. Concentrate gengur enn dýpra í húðina en rakakremin eða serumin okkar og virkar þar af leiðandi enn betur á elastín, kollagen og aðrar frumur í dýpstu lögum húðarinnar. Kremið er sett á undan serumi.
Shiseido hefur hlotið yfir 150 verðlaun fyrir Ultimune.

 3. Guerlain – Rouge G
Varalitur sem er afar einstakur. Þú velur litinn og velur svo lokið sér. Skemmtileg gjöf sem er hægt að hanna eftir sínu höfði.
Rouge G varalitirnir eru litsterkir og endingagóðir. Formúlan inniheldur Jojoba og Mangó olíu sem næra varirnar vel.

 4. Chanel Gabrielle Essence
Glæný viðbót við vinsæla ilminn Chanel Gabrielle en hann ber nafnið Gabrielle Essence. Þessi dásamlegi ilmur er bjartur, ferskur og ber einstakar nótukjarna af hvítum blómum. Aðal nóta ilmsins er Tuberose en það er gaman að segja frá því að Chanel ræktar sín eigin Tuberose plöntur. Nótur af Jasmín, Ylang-Ylang og Orange Blossom eru einnig alsráðandi.

 5. Clarins Toning Body Polisher
Dásamlegur líkamsskrúbbur sem tónar, þéttir og endurvekur húðina.
Skrúbburinn fjarlægir allar dauðar húðfrumur en hann er ríkur af olíum eins og Rósmarín, Rosewood, Myntu. Húðin verður ljómandi, silkimjúk og vel nærð.
Líkamsskrúbbur er afar mikilvægur fyrir stoðkerfið okkar og því er nauðsynlegt að skrúbba húðina með góðum og vönduðum skrúbb 2x í viku. Allar mæður þurfa gott dekur.

6. Ceramide Lyft and Firm Day / Night Cream
Ceramide Lyft and Firm kremin standa vel undir nafni en formúlan þeirra mótar áferð húðarinnar, mýkir hana og veitir henni raka. Formúlan inniheldur Ceramide sem vinnur gegn niðurbroti kollagen framleiðslunar.
Kremin veita góðan raka og húðin verður silkimjúk með reglulegri notkun.

7. Le Volume de Chanel
Góður maskari er ómissandi en Chanel LE Volume er maskari sem gefur mikið volume.
Það sem gerir hann einstakan er að hann hefur náttúrulegt vax og acacia gum sem ýkir krulluna og heldur henni allan daginn.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR