Jólailmirnir í ár

Í mörgum fallegum pökkum leynist góður ilmur en það getur verið vandasamt að velja góða ilmi fyrir sína nánustu.
Box12 vill hjálpa ykkur í gegnum kaupferlið með því að sýna ykkur nokkra flotta jólailmi sem hitta alltaf beint í mark.

1. Paco Rabanne – 1 million
Vinsælasti ilmur Paco Rabanne frá upphafi.
1 million Men er ferskur og munúðarfullur ilmur en glasið sjálft er vel áberandi þar sem það er þakið skíra gulli með nafni ilmsins skorið ofan í.
Paco Rabanne segir að fólk laðist að gulli og er það enginn undantekining með þennan ilm.
Herra ilmurinn veitir kraft, lúxus og þrautsegju.

Toppur: Greipaldin, Minta, Blóð Mandarína

Hjarta: Rós, Kanill, Krydd

Botn: Leður, Viður, Amber, Inversk Pathouli *
*kemur í flottum jólakassa með 50ml ilmi og deo stick

Lady Million eða dömuilmurinn hefur einnig náð miklum vinsældum og líkt og herran og ber glasið einnig skírafull sem er vel áberandi og fallegt í hillunum. Glasið líkist demanti en það er einmitt það sem Paco Rabanne vill ná fram með ilminum, lúxus og ríkidæmi. Ilmurinn er blómalegur en botninn inniheldur Patchouli sem gerir hann djúpann.

Toppur: Neroli, Lemon, Rasberru

Hjarta: Jasmín, Afrískt Orange Blóm, Gardenía

Botn: Patchouli, Hvítt hunang, Amber

2. Guerlain – Mon Guerlain Intense
Nýjasti ilmur í Mon Guerlain seríunni. Intense er eins og nafnið gefur til kynna sterkari, djarfari og villtari en hinir. Aðal nóturnar eru Lavender, Jasmín og Vanilla líkt og í hinum Mon Guerlain ilmunum.
Það sem einkennir Intense er að hann inniheldur tvær nótur af Vanilla og á botninum er að finna Patchouli.

3. Carolina Herrera – Good Girl
Ótrúlega flottur ilmur frá Carolina Herrera en innblástur hennar kemur frá nútíma konum. Konur sem bera kynþokka og styrk. Konur sem eru leyndardómsfullar á góðan og slæman hátt. Nútíma ilmur á fágaðan hátt.
Nótur sem einkenna ilminn er meðal annars Jasmín, Tonka baunir og Kakó.
*kemur í flottum jólakassa með 50ml ilmi og líkamskremi

4. Abercrombie & Fitch – Authentic
Dásamlegir ilmir frá Abercrombie sem eru fullkomnir hvar og hvenær sem er. Ilmirnir bera það með sér að vera tímalausir, ferskir og þæginlegir.
Herran ber nótur af Greip og Bergamot. Hjartað inniheldur Lavender meðan botnin er af Rúskinn og Við.
Daman er einstaklega létt með nótur af Mandarínu, Magnolíublómi og Sandelvið sem ber botninn.
*ilmirnir koma í flottum jólakassa með 50ml ásamt líkamskremi eða sturtusápu

5. Prada Luna Rossa Black
Dásamlegur ilmur fyrir herrann. Prada Luna Rossa hefur innblástur sinn frá siglingu, keppni og sigur.
Ilmurinn hefur topp nótur af Bergamot meðan hjartað ber Patchoulo. Botninn ber Við og Amber nótur. Djúpur en dásamlegur.
*kemur í flottum jólakassa með 50ml ilmi og sturtusápu

6. MontBlanc Explorer
MontBlanc Explorer segir sögu af ævintýrum, háskaleikjum og hindrunum sem mætast þegar skoðað er heiminn. Afar skemmtilegur, spennandi og ævintýragjarn ilmur.
Toppur: Bergamot, Pink Pepper

Hjarta: Haití Vetiver, Leður

Botn: Indónesía Patchouli, Kakó,
*kemur í flottum jólakassa með 60ml ilmi og sturtusápu

7. Jimmy Choo – Fever
Glamúr er innblástur ilmsins Fever frá Jimmy Choo en ilmurinn á að tákna styrkleika og kynþokka á dularfullan hátt. Sterkur, fullur af heitum blómum með dökkan bakgrunn en nótur eins og Greipaldin, Jasmín og Tonka baunir fylla ilminn af ferskleika en dulúð.
*kemur í flottum jólakassa með 100ml ilmi, límamskremi og ferðailmi að stærð 7,5ml

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR