Gullkeðjan sem fegrar klassísku Chanel töskurnar var innblástur Lucia Pica af nýju jóla´línunni hjá Chanel í ár. Lucia Pica vildi heiðra Gabrielle Chanel og ást hennar af gyllta litnum í þessari línu og þá kom munstur gullkeðjunnar til sögu. Gullkeðjan á að merkja dýrleika og glæsileika, en ekki eitthvað sem er yfirborðskennt.
Í línunni má sjá sanseraða og glitrandi augnskugga sem koma í 4 mismunandi litum. Guðdómlega fallegann kinnalit sem gefur kinnunum þínum fallegann ljóma og ferskleika. Í varalitnum eru örsmáar gullflögur til heiðurs Gabrielle Chanel sem láta varirnar geisla einstaklega fallega. Að lokum gyllt naglalakk, sem sér til þess að þú geislar af fegur frá toppi til táar.
ILLUMINATING BLUSH POWDER
Þessi er GULLFALLEGUR! Rósótti og gyllti undirtóninn í kinnalitnum ætti að gefa kinnunum þínum fallegan ferskleika sem allir sækjast eftir. Kinnaliturinn lýsir upp húðina og dregur fram fallegu kinnarnar þínar. Við mælum einnig með að setja þennann kinnalit undir augabrúnina þína og fyrir ofan varirnar.
OMBRE PREMIÈRE
Ombre augskugginn bera satín og perluáferð sem er fullkominn fyrir hátíðarnar, hægt að nota augnskuggann einn og sér eða blanda honum við einhvern annan. Hægt verður að fá augnskuggann í 4 mismunandi litum og eru allir litirnir litasterkir og auðveldir í notkun. Augnskuggar eins og þessir þurfa mögulega að fara á óskalistann okkar.
ROUGE ALLURE
Rouge Allure passar það að varirnar verða enn glæsilegri en þær hafa verið í þessari jólalínu, en Rouge Allure eru velþekktir varalitir frá Chanel. Það einstaka við þessa varaliti er það að í þeim eru örsmáar gullflögur sem sjá til þess að varirnar verði fallega glansandi öll jólin.
LE VERNIS
Jólalínan endar svo á þessu æðislega gyllta naglalakki, sem dregur saman allt það sem jólalína stendur fyrir. Sanseraði antík liturinn í naglalakkinu setur svo sannarlega punktinn yfir i’ið. Ætlar þú að prófa nýja litinn frá Le Vernis naglalakka línunni?