Fögnum PRIDE með JPG

 

Jean Paul Gaultier er þekkt nafn í tískuheiminum en það eru meiri en 40 ár síðan Gaultier stofnaði sitt eigið tískuhús.

Þekktur sem „l‘efant terrible“  hefur hann náð að örgra með frumlegum hugmyndum. Hann er þá sérstaklega þékktur fyrir röndóttar flíkur, tattoo print, korseletta eða karlmenn í  pilsum. Gaultier hefur árum saman alltaf leikið sér með að hunsa línuna milli kynjana.

 

Það er kannski ekki alveg raunverulegt fyrir okkur að klæðast Haute Couture meistaraverkunum hans, en síðan Classique ilmurinn kom út árið 1993, höfum við haft tækifæri til að klæðast og njóta smá af töfrum Jean Paul Gaultier. Frá fyrsta degi sem Classique leit dagsins ljós, í fallegri flösku sem líkist kvennlíkama í korselett, kvennlegur en sterkur ilmur, hefur hann verið  afar vinsæll.  Sama á við um Le Male sem kom út árið 1995, herrailminn „í stíl“ við Classique.

Í ár kynnir Jean Paul Gaultier Le Male Pride ilminn sem kemur í takmörkuðu upplagi. Le Male Pride glasið ber Pride fánann með stolti, ilmurinn er sá sami og af upprunalega Le Male. Jean Paul Gaultier, sem er sjálfur samkynheigður, langar með  þessu að fagna fjölbreytileikanum og Pride mánuðinn.

Ilmurinn er skemmtilegur þar sem hann örgar með því að nota kvennlegar nótur í herrailmi. Le Male er ferskur, mjúkur ilmur með vanillu, lavender, mintu, kardimommu og amber.

 

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR