Krem fyrir feita húðgerð

Húðgerðir eru ólíkar milli manna og má segja að engin húð sé eins.
Húðgerðir má skipta í fjóra flokka: þurr, venjuleg, blönduð og feit húðgerð.
Flest vörumerki bjóða upp á mismunandi vörur sem hannaðar eru fyrir ákveðna húðgerð svo allir ættu að finna sína vöru við hæfi. Það er mjög mikilvægt að vörur sem notaðar eru henti þinni húðgerð svo húðin þín fái alla þá umönnun og næringu sem hún þarfnast.

Feit húð framleiðir umfram olíu sem sést sem glans eða fita efst á húðinni. Ef olíumikil húð er ekki meðhöndluð á réttan hátt getur húðin byrjað að framleiða stíflur, fílapennsla og bólur myndast. Til að hafa stjórn á olíumyndun í húðinni er mikilvægt að nota krem og aðrar vörur sem ætlaðar eru fyrir feita húð.

 1. Clarins My Clarins RE-BOOST Mattifying Hydrating Cream 50ml
Einstakt krem sem sogar í sig umfram olíu í húðinni og gefur henni mattandi áferð. Formúlan er einnig mjög næringarík en hún inniheldur áhrifarík plöntuþykkni sem öll veita húðinni góðan raka í gegnum daginn.
My Clarins línan er Cruelty-Free og Vegan.

 2. Clarins Lotus Face Treatment Oil „Oily/Combination Skin
Margir halda því fram að feit húð geti ekki notað olíur en það er mikill miskilingur, mikilvægt er þó að velja réttu olíuna. Olíur hafa frábæra eiginleika sem næra húðina okkar og feit húð þarf jafnt á því að halda og aðrar húðgerðir.
Clarins er með frábæra olíu sem sérstaklega er hönnuð fyrir feita húðgerð.
Formúlan inniheldur 100% hrein plöntuþykkni meðal annars af Rósmarín, Geranium og Lotux þykkni. Hesilhnetu olía mýkir og róar húðina ásamt því að læsa rakanum í húðinni til að vernda gegn fínum línum og rakamissi.

 3. Chanel Hydra Beauty Gel Créme
Styrking, endurnýjun og raki einkennir þetta frábæra krem.
Létt gelkennd áferð sem hefur kælandi áhrif á húðina. Húðin verður silkimjúk, ljómandi og full af raka. Má nota kvölds og morgna.

 4. Shiseido WASO Color-Smart Day Moisturizer SPF30
Létt litað dagkrem sem aðlagast þínum húðlit. Kremið veitir húðinni þinni raka og náttúrulegan ljóma.
WASO línan er hönnuð fyrir ungu kynslóðina (20+) en innblástur línunnar kemur beint frá hefðbundinni japanskri matargerð. Kremið er án parabena, mineral olíu og plast perla. Inniheldur SPF30 vörn

 5. Shiseido WASO Quick Matte Moisturizer Oil Free
Dásamlegt krem sem jafnar olíumyndun í húðinni ásamt því að veita húðinni 24 stunda hámarks raka.
Minnkar húðholur og dregur úr glans ásamt því að veita húðinni ferskleika og birtu.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR