La Belle & Le Beau

Franski hönnuðurinn Jean Paul Gaultier heldur áfram að heilla okkur með ilmum sínum en nýlega gaf Gaultier út ilmi fyrir hann og hana sem hafa vakið mikla athygli.

Ilmirnir eiga rætur að rekja til áranna 1993 og 1995 þegar upprunalegu Classique og La Male komu fyrst á markaðinn.

             

Flöskurnar eru í líki kvennmanns og karlmanns líkama og síðan þá hefur Gaultier reglulega gefið út ilmi sem byggðir eru á Classique og La Male.

Nýja viðbótin í safnið Gaultiers nefnist La Belle & Le Beau og er innblásturinn kominn frá Adam og Evu með tvisti af skemmtilegum og óvæntum húmor Gaultier.
Ilmirnir eru seiðandi, djarfir, kynþokkafullir og djúpir.


Kynþokkinn er ekki aðeins allsráðandi í ilmunum sjálfum en hönnunin á glösunum er einnig gullfalleg og djörf.

La Belle ber gull hálsmen úr rósum á hálsi sér meðan Le Beau hylur sitt heilaga með gull laufblaði.

 

 

Ilmirnir eru hannaður af þeim Sonia Constant og Quentin Bisch en þau notuðu nótur eins og vanilla, kókoshnetur og vetiver sem gera ilmina djúpa og dularfulla.

La Belle

Vanilla Pod
Pear Like Green
Vetiver

Le Beau

Coco Wood
Bergamot
Roasted Tonka

Ilmirnir eru komnir í verslanir Hagkaups.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR