L’essentiel frá Guerlain – farðinn sem húðin þín mun elska

No makeup-makeup hefur verið áberandi trend á siðasta ári og verður það örugglega áfram næstu ár. Við viljum allar líta út fyrir að vera lítið málaðar en samt vera með fullkomna húð og ferskan ljóma. Því miður tekur svona no makeup-förðun aðeins lengri tíma til að framkvæma en við höfum á morgnana, þar til nú!

Guerlain kynnti í síðustu viku nýjan farða -L’essentiel- sem sameinar það besta sem rakakrem og farði hafa uppá að bjóða. Farði sem nærir húðina og verndar en fullkomnar hana á sama tíma. Létt áferð sem leyfir húðinni þinni að anda, verndar hana frá mengun, sólargeislum og skjábirtu en samt nær hann að þekja vel og endist í allt að 16klst.

Ekki bara er farðinn góður við húðina þína, heldur vinnur hann á misfellum og litablettum og minnkar þá með tímanum. 97% af innihaldsefnum farðans eru náttúruleg og hann hentar sérstaklega vel fyrir viðkvæma húð.

Í L’essentiel línunni má einnig finna nýjan bursta sem er lítill og þæginlegur í snyrtibudduna og hjálpar þér að bera á þig farðan á innan við mínutu.

Notaðu hann með léttum hringlaga hreyfingum til að bera jafnt lag á allt andlitið. Pressaðu farðan í húðina með burstanum á þau svæði sem þú vilt hafa meiri þekju.

Svo getur þú einfaldlega lokað burstanum til að koma í veg fyrir að hann verði skítugur.

Þú færð Guerlain vörurnar í eftirfarandi verslunum:

Hagkaup Kringlunni

Hagkaup Smaralind

Lyf & Heilsu Kringlunni

Snyrtivöruverlsun Glæsibæ

Sigurboginn

Makeup Gallerý Akureyri

 

 

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR