Léttir farðar fyrir sumarið

Þegar sumarið nálgast förum við að sjá meira af náttúrulegri förðunum og ljómandi húð.
Léttir farðar eru alltaf vinsælir yfir sumartímann, húðin fær að halda í sína náttúrulega fegurð en fær aukinn ljóma og jafnari áferð.

Hér fyrir neðan er að finna fimm frábæra farða. Þeir hafa allir það sameiginlegt að veita húðinni létta þekju, fallegan ljóma og góða endingu.

1. Guerlain L’essentiel
Náttúrulegur farði sem nærir húðina.
Farðinn er búinn til úr 97% náttúrulegum innihaldsefnum, fallegur ljómi sem endist í allt að 16 tíma. Áferðin er fullkominn, geislandi og ferskt. Farðinn hreinlegar bráðnar inn í húðina og auðvelt er að byggja hann upp.

2. Guerlain Terracotta Skin Foundation Stick
Æðislegur farði sem er frábær í snyrtitöskuna.
Stift formúla sem jafnar áferð húðarinnar og veitir henni sólkysst yfirbragð. Létt þekja sem situr vel á húðinni. Farðinn er vatnsheldur og endist í allt að 12 tíma.

3. Clarins Skin Illusion SPF15 
Með Clarins Skin Illusion fær húðin þín góðan raka í allt að 24 klukkustundir. Farðinn er mjög léttur á húðinni og þekur einstaklega vel án þess að hylja yfir þína náttúrulegu fegurð. Húðin verður samstundis ferskari og ljómandi. Skin Illusion verndar húðina gegn skaðlegum umhverfisþáttum og hefur SPF15 vörn.

4. Chanel Water Fresh Tint
Nýjasti farðinn frá Chanel, en hann er blandaður með 75% vatni og er því einstaklega léttur. Formúlan inniheldur örsmáar ambúllur sem bráðna þegar þær komast í snertingu við húðina. Farðinn er vel þekjandi og hylur misfellur í húðinni ásamt því að veita henni ljómandi fallega áferð. Notið hringlaga hreyfingar með burstanum til að búa til jafna áferð.

5. Chanel Les Beiges Sheer Healty Glow Moisturizing Tint
Litað dagkrem með fallegum ljóma sem verndar húðina.
Rakamikið dagkrem með vörn SPF30. Kremið inniheldur Kalanchoe þykkni sem verndar húðina fyrir bæði UVA og UVB geislum sólarinnar.
Notið bursta eða fingurnar til að blanda farðanum létt á húðina.

 

 

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR