Listin að bera á sig brúnkukrem

Á þessum tíma árs eru oft margir sem taka forskot á sæluna og leita erlendis í smá sól eftir vetrarmánuðina. Sólarvörnin og after sun verður hinsvegar að bíða til betri tíma. Smá brúnka getur gert ótrúlega mikið fyrir mann, maður verður mun frísklegri sem getur einnig haft mjög góð áhrif á andlegu heilsuna. Brúnkukrem er því algjör himnasending á þessum tímum! Margir mikla það fyrir sér að bera á sig brúnkukrem en með nokkrum einföldum skrefum er nánast ómögulegt að brúnkan verði mislit.

Skref 1 er að skrúbba húðina
Lykilatriðið að fallegri brúnku er skrúbba húðina vel því brúnkukremin eiga það til að festast á þurrum svæðum. Með því fjarlægja dauðar húðfrumur og létta þurrkubletti, fáum við jafnari lit.

Clarins Tonic Body Polisher er æðislegur sykurskrúbbur sem tónar húðina, endurvekur og endurnýjar hana ásamt því að sópa í burtu dauðum húðfrumum.
Skrúbburinn er umvafinn dásamlegri olíu sem gegnir því verkefni að næra húðina um leið.

Skref 2 er góður raki

Mikilvægt er að næra húðina vel eftir að búið er að skrúbba hana og bera á hana gott rakakrem. Hugaðu vel að þeim svæðum sem eiga það til að vera þurr eins og olnbogar og hné.  Áður en brúnkukremið er borið á er gott að láta smá tíma líða og leyfa rakanum að vinna sig vel inn í húðina.

Skref 3 er gefa sér góðan tíma

Þegar kemur að því að setja brúnkukremið er gott að byrja á því að gefa sér góðann tíma í að ná tökum á því og jafnvel tileinka sér ákveðna aðferð, t.d. byrja á fótunum og vinna sig upp. Minni líkur eru á því að einhver partur gleymist og ef þetta er síðan gert reglulega tekur þetta enga stund. Við mælum með því að nota hanska til þess að bera brúnkukremið á líkamann þá berst það jafnt og þétt á og sest ekki í lófana.

Nip + Fab Fake Tan Mousse er brúnkufroða sem gefur fullkomin lit á aðeins 8 tímum.
Froðan smitar ekki frá sér og gefur fallegan og jafnan lit.

Brúnka í andlitið

Þegar brúnka er borin í andlitið eru þetta í raun sömu skref, góður andlitsskrúbbur og nærandi rakakrem. Til að ná jafnari áferð er hægt að nota þéttan förðunarbursta, Hanatsubaki burstinn frá Shiseido er tilvalin.

Fyrir þá sem ekki vilja setja brúnkukrem í andlitið mælum við með Radiance-Plus Golden Glow Booster. Æðislegir brúnkudropar frá Clarins sem þú blandar í rakakremið þitt og þú færð ljómandi fallega brúnku sem eykst með tímanum.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR