Litaðir maskarar

Litaðir maskarar geta gert heilmikið fyrir lúkkið en ekki eru margir sem hreinlega þora að klæðast maskara sem er annað en svartur á lit.
Margir halda að þeir beri skær græn augnhár eða ofur fjólublá ef þeir nota litaða maskara en það er stór miskilingur. Litirnir eru oftast nær djúpir og dökkir, augnlitur eða augnskuggar verða oft fallegri þegar við berum litaða maskara sem hæfa okkur.

  

Við hjá BOX12.is elskum litaða maskara. Okkur langar að skora a ykkur að prófa !

 .        Shiseido – ControlledCaos MascaraInk SHISEIDO
Frábær maskari sem eykur lyftingu augnhárana, hentar vel dagsdaglega og einnig fyrir grafíska förðun. Auðvelt að byggja hann upp, burstinn veitir mikinn þéttleika sem auðvelt er að nota. Lituðu maskarnir eru einstaklega litsterkir án þess að vera skærir.
Fjólublár, blár og grænn. Allir gullfallegir á sinn hátt. Vinsælustu maskarar Shiseido.

                     

Guerlain – CILS D’ENFER – MOKA
Gullfallegur maskari frá Guerlain sem dregur fram augun þín með aðeins nokkrum strokum. Hann lyftir augnhárunum, þéttir þau og formúlan sér til þess að þau haldist vel brett. Maskarinn er bundin þeim eiginleikum að bæta við séstakri áferð á augnhárinn með hverri stroku. Sú fyrsta er liturinn, sú önnur er mýkt og þriðja er haldið. Frá fyrstu stroku vinnur formúlan vel með augnhárunum til að fá frábæran árangur.
Burstinn er vandaður og auðveldur til notkunar.
MOKA liturinn er djúp rauðbrúnn sem rammar inn augun fallega.

                                         

Chanel – Le Volume
Einn vinsælasti maskarinn frá CHANEL en hann lengir, þykkir og lyftir augnhárunum allt í einni stroku. Augnhárinn fá fallegan lit og augun virðast opnari. Burstainn er fullkominn til notkunar en hann nær til allra hára og greiðir vel úr. Formúlan þornar hratt og molnar ekki.
Maskarinn bíður upp á fallegan og djúpan bláan lit sem poppar upp hvaða lúkk sem er.

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR