Lykillinn að heibrigðri og fallegri húð

Eitt af okkar markmiðum á þessu ári er að vera duglegri að hugsa um húðina og stefna að fallegri og ferskari húð en nokkru sinni fyrr. Auðvitað er margt sem hægt er að gera til að ná þessu markmiði. Til dæmis að drekka nóg af vatni og að reyna að ná 8 tíma svefni.

En stundum er gott að hafa nokkur hjálpartæki sem að gefa húðinni það allra besta og gera upp neikvæðu áhrifin sem lífstíll og umhverfi geta haft á húðina. Það eru nokkrar vörur sem klárlega má mæla með en þær eru frá Nip+Fab.

Nip+Fab er alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að húðumhirðu. Merkið er þekkt fyrir ódýrar en einstaklega árangursríkar vörur en einnig fyrir að vera cruelty-free.

Glycolic Fix Jelly Mask 

Þessi kælandi, gelkenndi maski er algjör snilld til að endurnýja og  djúphreinsa húðina. Hann þarf aðeins 10-15 til að virka og það má nota hann allt að 3x í viku.

Maskinn inniheldur:

Glýkólsýru – sem m.a. jafnar áferð, mislit í húð og tekur þurrk

Hýalúrónsýru – sem hjálpar húðinni að halda raka og gefur henni fyllingu

B3 vítamin – sem gefur húðinni ljóma og minnkar húðholur og fínar línur

 

 

Dragon’s Blood Fix Jelly Mask

Maski sem róar húðina og gefur henni mikinn raka. Hann er einstaklega kælandi á pirraða eða  erta húð og hentar meira að segja fyrir rósroða.

Maskinn inniheldur:

Dragon’s blood eða safa úr croton lechleri tréi – sem jafnar húðáferð, róar húðina og gefur henni fyllingu

Hýalúrónsýru – sem gefur raka og fyllingu

Allantoin – sem róar húðina og verndar hana

 

Dragons Blood Fix Eye Mask

Fullkomni augnmaskinn til að fríska, lifta og birta augnsvæðið á aðeins 20 minutum. Þessar kælandi og rakagendandi skífur má t.d. nota á morgnana til að draga úr þrota eftir erfiða eða svefnlausa nótt. Þær innihalda dragon’s blood, hýalúrónsýru og linolenic acid sem styrkir húðina og dregur úr línum.

 

Dragons Blood Fix Lip Mask

Það eina sem þú þarft til að fá meiri fyllingu og meiri næringu í varirnar er þessi varamaski. Hann inniheldur meðal annars:

Dragons Blood – sem gefur fyllingu og raka

Edelweiss extrakt – sem minnkar línur á vörunum og á húðinni í kringum varirnar

Kókosvatn –  sem róar og nærir varirnar

 

 

 

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR