Makeup Vörurnar Í Jólaboðin

Nú styttist óðum í jólin og jólaboðin sem fylgja með. Sumir eru eflaust á leiðinni á jólahlaðborð og bíða spennt eftir öllum jólatónleikunum. Öll viljum við líta sem best út um jólinn en þessi tími getur verið mjög annasamur og það er ekkert leiðinlegra en að þurfa að huga að förðuninni allt kvöldið.

Á þessum tíma er endingagóð förðun málið. Hér að neðan eru nokkrar skotheldar vörur sem eru fullkomnar í jólaboðin og jólaskemmtunina en þær lofa hámarks endingu allt kvöldið.

1. Guerlain L‘OR
Farðagrunnur er númer 1,2 og 3. Farðagrunnur sér til þess að farðinn endist enn betur á húðinni en hann kemur einnig í veg fyrir að farðinn setjist í fínar línur. L‘OR farðagrunnurinn er dásamlegur. Hann fyllir upp í allar misfellur í húðinni, gefur náttúrulegan ljóma og hann inniheldur 24 karata gull agnir.

2. Shiseido Synchro Self Refreshing Foundation.
Farðinn sem allir eru að tala um. Fullkominn farði fyrir jólinn en hann er hlaðin þeim eiginleikum að aðlagast þinni húð hvort sem þú sért með þurra eða olíumikla húð. Farðinn veitir fallega satín áferð með náttúrulegum ljóma. Hann endist í allt að 24 tíma.

3. Clarins Instant Concealer.
Dásamlegur hyljari sem hylur allt! Hyljarinn er vel þekjandi en alls ekki þykkur á húðinni. Roði, bólur, baugar.. nefndu það. Hann birtir til í húðinni og er því fullkominn undir augun. Sest ekki í fínar línur og gefur frá sér raka sem endist allann daginn.

4. Gosh Waterproof Setting Powder.
Einstaklega mjúkt silkipúður sem er algjörlega vatnshelt. Púðrið gerir hvaða farða sem er vatnshelda sem gerir það að verkum að farðinn endist enn lengur á húðinni. Engar áhyggjur af rigningu eða snjókomu því með þessu púðri mun veðrið ekki hafa nein áhrif á farðann þinn. Púðrið dregur einnig í sig olíu og mattar húðina.

5. Clarins Ombre Sparkle Eyeshadow
Gullfallegir augnskuggar sem eru engum öðrum líkir. Áferðin er mjúk og auðveld til ásetningar. Formúlan er einstaklega litsterk. Best er að bera augnskuggana með fingrunum beint á augnlokið til að fá sem mest út úr þeim.

6. Chanel Le Volume Maskari
Vinsælasti maskari Chanel allra tíma en hann veitir mikla lyftingu í augnhárin. Augnhárin þykkjast og lengjast með þessari flottu formúlu. Smitar ekki né molnar.

7. Chanel Soleil Tan
Þetta frábæra sólarpúður hefur kremáferð sem blandast fullkomlega við húðina eða farðann.
Formúlan bráðnar inn í húðina og skilur eftir náttúrulega og fallega áferð.
Liturinn er einstaklega hlýr og hentar öllum húðtýpum.
ProTip: Blandaðu Soleil Tan De Chanel við rakakremið þitt á bringuna fyrir smá extra.
Fullkomið sólarpúður sem má nota allann ársins hring.

8. Shiseido Minimalist WhippedPowder Blush
Krem kinnalitir eru mjög vinsælir í dag. Þessi frábæri kinnalitur frá Shiseido hefur létta krem áferð sem leyfir húðinni að anda vel. Liturinn endist ótrúlega vel og formúlan gefur fallega matta áferð.
Einstaklega fallegt á varir og augu líka. Þessi vara er ein af uppáhalds vörum Patrick Ta förðunarfræðings en hann er vinsæll förðunarfræðingur sem farðar meðal annars Adriana Lima, Ariana Grande og Blake Lively

9. Guerlain Rouge G 
Fallegir varalitir með einstaka hönnun. Þú velur lokið og litinn og hannar með því hinn fullkomna varalit fyrir móðurina.
Rouge G varalitirnir eru litsterkir og endingagóðir. Formúlan inniheldur jojoba og Mangó olíu sem næra varirnar vel.

10. Chanel La Vernis
Naglalökk fullkomna alltaf heildarlúkkið. Chanel lökkin eru afar endingagóð. Innihalda fallegan glans með litsterkri formúlu.

11. Guerlain Parure Gold Mist
Ferskt rakasprey sem má notar hvenær sem er yfir daginn. Spreyið er afar létt en það má nota til að festa niður farðann. Fríska upp á útlitið eftir daginn, mognana eða kvöldinn.

12. Paco Rabanne Lady Million
Rétta ilmvatnið er auðvitað mikilvægt en Lady Million er fullkominn jólailmur.
Glasið líkist demanti úr skíra gulli en það er einmitt það sem Paco Rabanne vill ná fram með ilminum, lúxus og ríkidæmi. Ilmurinn er blómalegur en botninn inniheldur patchouli sem gerir hann djúpann og seiðandi
Toppur: Neroli, Lemon, Rasberru
Hjarta: Jasmín, Afrískt Orange Blóm, Gardenía
Botn: Patchouli, Hvítt hunang, Amber

 

 

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR