Mattar varir í vetur frá Clarins

Fallegar varir geta gert mikið fyrir förðun hvort sem það er hversdagsförðun eða förðun fyrir fínni tilefni. Gaman er að leika sér með mismunandi áferðir og skipta á milli þess að nota gloss, varalit eða jafnvel blanda þeim saman. Þessar þrjár vörur að neðan frá Clarins ættu að eiga heima í snyrtivörutöskunni þinni eða í veskinu þegar þú ert á ferðinni.

 

 

Eflaust kannast margir við Lip Perfector glossana frá Clarins og er merkið að koma með nýja formúlu sem dýpkar varirnar og gefur þeim mjúka flauelskennda áferð. Velvet Lip Perfector glossinn hefur létta, fauelsáferð og skilur þær eftir rakamiklar og með góða næringu. Glossinn kemur í 4 mismunandi litum.

Joli Rouge Velvet

Joli Rouge Velvet frá Clarins sem hefur svipaða eiginleika og Joli Rouge varaliturinn, en þeir eiga sameiginlegt að gefa vörunum raka í allt að 6 klukkustundir. Joli Rouge Velvet hefur flauelsmjúka áferð, sem og að vera léttur og auðveldur í notkun. Liturinn helst einnig á í 6 klukkustundir, svo hann er frábær fyrir þær sem hafa ekki tíma til þess að setja hann oft á sig. Varaliturinn kemur í mörgum fallegum litum og voru nú að bætast við 4 nýjir litir sem eru fullkomnir fyrir haustið.

Clarins Joli Rouge Crayon

Við elskum að geta keypt vörur sem hafa meira en eitt notagildi, Clarins Joli Rouge Crayon er vara sem hægt er að nota sem varablýant sem og varalit. Hægt er að nota efsta odd blýantsins til að skerpa á útlínum varanna. Svo er hægt að nota flatari hluta blýantsins til að fylla inn í varirnar. Joli Rouge Crayon hefur einnig innbygðann yddara sem gerir hann að fullkomnun varalit á ferðinni og passar auðveldlega í öll veski. Þessi vara kemur í 4 litum.

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR