Fallegar varir geta gert mikið fyrir förðun hvort sem það er hversdagsförðun eða förðun fyrir fínni tilefni. Gaman er að leika sér með mismunandi áferðir og skipta á milli þess að nota gloss, varalit eða jafnvel blanda þeim saman. Þessar þrjár vörur að neðan frá Clarins ættu að eiga heima í snyrtivörutöskunni þinni eða í veskinu þegar þú ert á ferðinni.

Joli Rouge Velvet
Clarins Joli Rouge Crayon
Við elskum að geta keypt vörur sem hafa meira en eitt notagildi, Clarins Joli Rouge Crayon er vara sem hægt er að nota sem varablýant sem og varalit. Hægt er að nota efsta odd blýantsins til að skerpa á útlínum varanna. Svo er hægt að nota flatari hluta blýantsins til að fylla inn í varirnar. Joli Rouge Crayon hefur einnig innbygðann yddara sem gerir hann að fullkomnun varalit á ferðinni og passar auðveldlega í öll veski. Þessi vara kemur í 4 litum.