Met Gala 2019: Förðunin hjá Rosie Hutnington Whiteley

Hið árlega góðgerðarkvöld Met Gala var haldið á mánudaginn síðasta en þemað í ár var Camp: Notes on fashion, en það er tíska sem þykir óvenjuleg, óviðeigandi, list og ýkur, nútímaleg og persónuleg. Stjörnurnar gerðu þetta svo sannarlega á skemmtilegan og fallegan hátt og mátti sjá marga skarta ýktum förðunum og áberandi fatnaði.

Victoria’s Secret módelið Rosie Hutnington Whiteley klæddist gullfallegum kjól frá Oscar de la Renta. Hún bar fallega förðun af förðunarfræðingnum Hung Vanngo sem farðaði meðal annars módelið Gisele Bündchen en notaði hann eingöngu Chanel vörur.

  

Hér að neðan er að finna allar vörurnar sem Hung Vanngo notaði í förðunina hennar Rosie Hutnington.

1. Hydra Beauty Micro Liquid Essence
Létt vatnskennd formúla sem nærir húðina og undirbýr hana fyrir komandi húðvörum.
Raki húðarinnar eykst samstundis um 50%.

2 . Hydra Beauty Camellia Water Cream Illuminating Hydrating Fluid
Létt gel krem með kamilluvatni sem gefur húðinni fallegan ljóma. Húðin fær hámarks raka og er skilin eftir fallega undirbúin fyrir farðann.
Ummerki um stress og þreytu hverfa og húðin þéttist og áferð hennar verður fallegri. Hýalúrónsýra, andoxunarefni vernda húðina gegn umhverfisáhrifum. Vinsæl vara meðal förðunarfræðinga.

3. Hydra Beauty Micro Gel Yeux Intense Smoothing Eye Gel
Augnkrem sem veitir augnsvæðinu raka í 24 klukkustundir og sléttari áferð.
Hentar öllum húðgerðum.

4 . Hydra Beauty Nourishing Lip Care
Nærandi varasalvi sem inniheldur Kamillu olíu sem verndar og nærir varnirnar. Varirnar verða rakameiri og mýkri.

5. Hydra Beauty Essence Mist
Létt rakasprey fyrir allar húðgerðir. Róar húðina með kælandi tilfinningu og veitir henni góða næringu og raka. Frábært yfir farða.

 

1 . Les Beiges Eau De Teint Foundation Water Fresh Tint
Nýjasti farði Chanel en hann hefur verið mjög áberandi undanfarnar vikur.
Farðinn er ótrúlega léttur en hann inniheldur 75% vatn. Örsmáar ambúllur bráðna á húðinni veita létta þekju. Geislandi áferð þar sem náttúruleg fegurð fær að njóta sín.
Hung Vanngo notaði litinn “Medium Light” í förðunina hjá Rosie

 2. Le Correcteur de Chanel Longwear Concealer
Léttur hyljari með gelkenndri áferð sem auðvelt er að byggja upp frá léttri áferð í miðlungs. Lítill ásetjari með svampbursta gerir ásetninguna auðvelda og formúlan er einstaklega þæginleg og helst vel á yfir daginn.

3 . Soleil Tan de Chanel
Sólarpúður í kremformi. Hin fullkomna vara til að veita húðinni fallega hlýju og sólarkyssta áferð. Bráðnar fallega inn í húðina, auðvelt í notkun og blandast vel við farðann.

 4 . Poudre Universelle Libre Natural Finish Loose Powder
Laust púður sem er einstaklega mjúkt og fíngerð. Veitir léttri þekju og hjálpar til við að jafna áferð húðarinnar. Festir farðann fyrir náttúrulegt og matt yfirbragð. Púðrið þurrkar ekki upp húðina og sest ekki í fínar línur. Endurspeglast í ljósi og er því fullkomið fyrir myndatökur. Hung Vanngo notaði lit nr 20.

 5 . Poudre Lumiere
Létt ljómapúður sem fær húðina til að geisla. Liturinn “Rosy gold“ var notaður í förðunina.

 6 . Jouse Contraste Powder Blush
Hung Vanngo notaði fallega kinnalitinn “Malice” sem fullkomnar förðunina. Powder blush er auðveldir í notkun og einfalt er að stjórna þekjunni, hvort þú vilt létta áferð eða dramatíska. Formúlan er silki mjúk og veitir fallega áferð með léttum ljóma.

 7. Stylo Soucils Waterproof
Skáskorinn augabrúnablýantur með greiðu á öðrum enda.
Vatnsheldur, mjúkur í notkun og veitir hámarksendingu.

8Lé Gel sourcils
Glært augabrúnagel sem greiðir vandlega í gegnum augabrúnirnar. Mótar þær og heldur þeim á sínum stað.

 9. Stylo Yeux Waterproof Shade
Vatnsheldur augnblýantur ríkur af sílikoni sem veitir mjúka áferð. Fallegi brúni liturinn sem Rosie ber er númer “943 Brun Agape”

 10. Les 4 Ombré “Lumieres Naturalles”
Augnskugga paletta með fjórum fallegum hlýum tónum. Endingagóð formúla með litsterkum litum og mjúkri áferð. Bronz, karmellu og kopar litir einkenna þessa fallegu pallettu sem kom aðeins í takmörkuðu upplagi.

 11. Inimitable Intense Mascara Multi-Dimensionnel Sophistiqué
Maskari með þrívíddar verkun sem veitir augnhárunum lengd á dramatískan hátt.
Augnhárin virðast lengri, þykkari og sveigðari. Burstinn greiðir vel úr augnhárunum.

 12. Rouge Allure Velvet Extréme 
Þessi fallegi varalitur sem Rosie bar á Met Gala er blanda af tveimur varalitum. Litir númer „112 Idéal“ og „122 Chestnut“ bjuggu til þennan fallega rauðbrúna tón. Litirnir eru báðir mattir og halda vörunum vel nærðum og mjúkum. Formúlan er endingargóð en þeir endast í alt að 8 tíma á vörunum.

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR