MIÐNÆTUROPNUN Í KRINGLUNNI

Við elskum miðnæturopnun. Á morgun (7.11.2019) verður Miðnæturopnun í Kringlunni.
Allskonar skemmtanir, fullt af tilboðum og nýjar vörur í verslunum !

BOX12 hefur tekið saman nokkrar vörur sem er „must have“ fyrir veturinn eða jafnvel í jólapakkana

 1. KISSKISS Liquid
Nýjir dásamlegir varalitir frá Guerlain en þeir koma í þremur mismunandi týpum.
Möttum, sanseruðum og með glans áferð.
Varalitirnir innihalda 9x innihaldsefni og meðal annars trönuberjaolíu sem nærir og verndar varirnar einstaklega vel. Formúlan kemur í veg fyrir allann þurrk og hýalúrónsýra veitir raka.
Möttu varalitirnir eru fallega litsterkir.

2. Shiseido Synchro Skin Self Refreshing Foundation
Fyrsti farði Shiseido sem nærir húðina allan daginn. Farðinn inniheldur ActiveForce tækni sem berst gegn hita, raka, olíu og hreyfingu en með því helst farðinn á allan daginn. Formúlan er létt og veitir miðlungsþekju sem auðvelt er að byggja upp. Hentar öllum húðgerðum en farðinn veitir þurri húðgerð raka í allt að 8 tíma en hann jafnar olíumyndun í olíumikilli húðgerð. Smitar ekki og sest ekki ofan í línur.

 3. Clarins Rose Radiance Cream
Ný viðbót í vinsælu Super Restorative línuna en Rose Radiance kremið hentar öllum húðgerðum. Kremið er ætlað konum á aldrinum 50+ og er hannað til að örva fibroblast frumur og kollagen framleiðslu. Kremið er einstaklega ríkt af hýalúrónsýrum, shea butter og vítamín-C.
Liturinn á kreminu er fallega bleikur en hann gefur húðinni strax dásamlega birtu, náttúrulegan ljóma og lyftingu.

 4. Gosh Dextreme Foundation
Frábær nýjung frá Gosh en farðinn er ekki aðeins góður heldur standa umbúðirnar einnig fram úr. Gosh er afar annt um jörðina okkar og er því umbúðirnar af farðanum unnið úr hreinsuðu plasti úr hafinu.
Gosh notar um 40% af hreinsuðu plasti úr hafinu en það jafngildir 10 plastpokum.
Farðinn hefur fulla þekju og er frábær fyrir normal til blandaða húðgerð.
Formúlan dregur úr húðholum, litabreytingum og fínum línum. Mött / Satín áferð sem endist út allann daginn.

 5. Elizabeth Arden Vitamin-C Ceramide
Frábær nýjung hjá Elizabeth Arden en þetta dásamlega serum inniheldur C-vítamín í olíuformúlu sem gerir það 178x virkara en hefðbundið C-vítamín.
Serumið bætir ljóma, jafnar húðlit, minnkar dökka bletti og vinnur gegn öldrunar húðarinnar. Það eykur einnig kollagen framleiðslu húðarinnar og elastin.

 6. Nip+Fab Glow Getter Body Oil
Í sumar kom Nip+Fab  með brúnkulínu á markaðinn sem sló vel í gegn. Nýverið bættist við þessi gullfallega húðolía en henni má líkjast eins og sumarsprengju í glasi. Við Íslendingar erum alltaf til að lengja sumarið aðeins með fallegri brúnku og ljómandi húð.
Olían gefur húðinni létta og bronsaða áferð með fallegri sanseraðri áferð.
Olían nærir einnig húðina og veitir henni raka.

 7. Guerlain Parure Gold Mist
Parure Gold línan frá Guerlain er alltaf gullfalleg og núna hefur bæst við æðislegt rakasprey fyrir andlitið. Spreyið má spreyja á hreint andlitið eða yfir farða. Formúlan veitir húðinni góðum raka í gegnum daginn, verndar húðina gegn skaðlegum umhverfisþáttum og festir farðann betur í húðinni svo hann endist út allan daginn.

 8. Chanel Gabrielle Essence
Glæný viðbót við vinsæla ilminn Chanel Gabrielle en hann ber nafnið Gabrielle Essence. Þessi dásamlegi ilmur er bjartur, ferskur og ber einstakar nótukjarna af hvítum blómum. Aðal nóta ilmsins er Tuberose en það er gaman að segja frá því að Chanel ræktar sín eigin Tuberose plöntur. Nótur af Jasmín, Ylang-Ylang og Orange Blossom eru einnig alsráðandi.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR