Miðnætursprengja í Smáralind

Ef þú misstir af síðasta Tax Free afslætti getur þú bætt upp fyrir það í dag.
Smáralindin er með miðnætursprengju í dag 6.júní og eru allskonar tilboð að finna í verslunum. Hagkaup verður með Tax Free á öllum snyrtivörum til miðnættis. Hér að neðan má finna flottar hugmyndir af skemmtilegum kaupum. Frábært úrval af nýjum vörum og klassískum.

 

1. Abecrombie & Fitch – Authentic
Nýjasti ilmurinn Abercrombie & Fitch en í þeim eru aðeins notuð ekta innihalds efni en ferskar sítrus nótur og hlýr viður einkennir báða ilmina.
Frekari upplýsingar um ilmina má finna hér.
Dagana 6-12.júní er 20% afsláttur af öllum Abercrombie & Fitch ilmum í Hagkaup og tvöfaldur afsláttur aðeins í dag í Hagkaup Smáralind.

 2. Shiseido – VisionAiry Gel Lipstick
Gel varalitir sem heldur vörunum mjúkum og veitir þeim hámarks raka. Litirnir eru einstaklega litsterkir og endast í allt að 6 tíma. Formúlan er ótrúlega mjúk og hefur fallegan glans.

 3. Clarins – Double Serum
Frábært serum frá Clarins sem inniheldur 21 plöntu þykkni sem vinna öll gegn öldrun húðarinnar. Serumið veitir húðinni góða næringu raka og súrefni. Túrmerik, avakdó og banani veita húðinni mýkt, jafnari áferð og bjartara yfirbragð.

 4. Guerlain – Terracotta On The Go
Sumarlínan frá Terracotta er loks komin í verslanir en línan í heild sinni er einstaklega falleg.
Í línunni má meðal annars finna þessa dásamlegu pallettu en hún hefur að geyma kaldann skyggingarlit, sólarpúður með sumarlegri hlýju, kinnalit og fallegt ljómapúður.
Laust púður með fallegri birtu og satín áferð.. Hefur mattandi áhrif á olíumikla húð.
Vörurnar eru allar í fullkomnri stærð fyrir veskið svo það sé ekkert mál fyrir þig að vera með sólkyssta og ljómandi húð hvar og hvenær sem er.
Hér getur þú lesið nánar um línuna í heild.

 5. Guerlain – L’essentiel
Einstakur farði sem inniheldur 97% náttúruleg innihaldsefni. L’essentiel farðin nærir húðina þína á einstakann hátt allan daginn en hann hefur mattandi áhrif fyrir olíukennda húð en gefur mikinn raka fyrir þurra húðgerð. Með reglulegri notkun verður áferðin á húðinni þinni jafnari. Farðanum má líkja við gott rakakrem svo léttur er hann en hefur miðlungs þekju sem auðvelt er að byggja upp.

 6. Nip+Fab – Glycolic Fix Daily Cleansing Pads
Ávaxtasýrumeðferð heima í stofu. Bómullaskýfur sem innihalda glýkólsýru. Glýkólsýra endurnýjar dýpstu lög húðarinnar og hefur jafnari og þéttari áferð á yfirborð hennar. Með reglulegri notkun verður húðin bjartari og sléttari.

 7. Gosh – Brow Shape & Fill
Æðislegur augabrúnablýantur sem hefur skáskorin blýant sem auðvelt er að vinna með. Blýanturinn hefur mjúka áferð sem auðvelt er að byggja upp í sterkari lit. Á öðrum enda vörunnar er svampur fyrir púður áferð.

 8. Chanel – Cruise 2019 Collection. Les 4 Ombres Lumiéres Naturelles
Gullfalleg augnskugga palletta úr nýju Cruise 2019 línunni.
Silfur brúnir og karmellu tónar einkenna línuna en í pallettunni eru bæðir senseraðir og mattir litir. Allir eru þeir mjúkir og blandast vel.

 9. Gosh – Boombastic Mascara
Maskari sem lengir augnhárin þín og gefur þeim hámarks lyftingu. Gúmmí bursti greiðir vel úr augnhárunum og sér til þess að þau eru skilin eftir með jafna áferð.
Ef þú átt nú þegar gamlann Boombastic maskara bjóðum við upp á að þú komir með hann til okkar í Hagkaup Smáralind í kvöld eða föstudaginn 7.júní og við látum þig fá nýjan Boombastic maskara í staðin, FRÍTT !

 10. Shiseido – Sports BB
Sports BB er lituð sólarvörn sem jafnar áferð húðarinnar og verndar hana gegn UVA og UVB geislum. Sólarvörnin veitir mikla og góða vörn meðan hreyfing er stunduð, þó svo að mikill sviti myndist. Formúlurnar hafa ákveðna vatnsfráhindrandi tækni sem eykur UV vörnina enn meira þegar þú svitnar. Sun Sport BB verndar húðina einnig gegn ótímabærri öldrun og litarmismun í húðinni.

 11. Shiseido – ArchLiner Ink
Örmjór og skáskorinn pensill er það sem einkennir þennan frábæra augnblýant.
Litsterkur, nákvæmur og vatnsheldur.
Formúlann endist í allt að 24 tíma en auðvelt er að vinna með pennann.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR