Clarins heldur áfram að gleðja okkur með nýjungum en að þessu sinni er það Milk Shake Collection sem er ný, fersk og súper flott lína sem ilmar líka dásamlega !!
Línan inniheldur glænýjar vörur sem við Clarins unnendur erum afar spennt að prófa ásamt öðrum nýjungum af vörum sem áður hafa sést hjá Clarins.
Pakkningarnar eru allar svo sætar og girnilegar, þær minna helst á sætt nammi og jarðaberja mjólkurhristing
En hverjar eru þessa nýjungar?
Milky Booster Complex
Léttur farði sem fæst í nokkrum litum.
Farðinn hefur afar létta og fallega flauelsáferð sem minnir á hreinsimjólk. Formúlan er hvít að lit og þegar hann er borinn á húðina en aðlagast strax þínum húðlit og gefur húðinni fallega og náttúrulega þekju.
Fullkominn hversdagsfarði.
Milky Booster Complex mýkir húðina og gefur henni raka og ljóma með hjálp ferskjumólk og kiwi þykkni.
Lip Milky Mousse
Fyrsti þeytti varaliturinn.
Æðisleg varalitaformúla sem gefur vörunum þeytta en fallega áferð.
Litsterkir með velvet og satín áferð. Formúlan er afar mjúk, létt, fersk og inniheldur Candfloss bragð !
Kemur í 6x gómsætum litum.
Joli Blush
Tveir nýjir kinnalitir bætast við í Joli Blush kinnalita línuna en Joli Blush kinnalitirnir eru afar vinsælir hér á Íslandi.
Kinnalitirnir innihalda sömu formúlu og hinir Joli Blush. Litsterkir með fíngerða og létta áferð. Dásamlegir til að taka með og nota á ferðinni. Hesilhnetuolía gefur húðinni raka og þægindi.
Kinnalitirnir í Milk Shake collection koma í takmörkuðu upplagi.
Mono Eyeshadow Ombre Satin
Þessa augnskugga þekkjum við vel en þeir eru dásamlegir við hvaða tilefni sem er.
Krem augnskuggar með púður áferð. Sterkir litir sem endast og endast.
Það er einstaklega auðvelt að nota augnskuggana með bursta eða fingrunum.
Þessir fallegu litir eru fullkomnir í daglega förðun.