Mon Guerlain Intense

Kvennleiki er innblásturinn bakvið Mon Guerlain ilmina og tekst Guerlain svo sannarlega að framkalla þá sýn með hverjum ilmi sem bætist við í línuna.

Guerlain hefur nú gefið út nýjan ilm í Mon Guerlain línunni en sá ilmur er væntanlegur í verslanir í vikunni en hann ber nafnið Mon Guerlain Intense.
Ilmurinn er líkur hinum Mon Guerlain ilmunum en eins og nafnið gefur til kynna er hann djúpur, valdamikill og að sjálfsögðu kvenlegur en innblástur Mon Guerlain er styrkur kvenna.

Einkennis nóta Mon Guerlain Intense er Patchouli en allir Mon Guerlain ilmirnir hafa það sameiginlegt að innihalda sömu lykilnótur. Hver ilmur hefur sína einkennisnótu sem gerir hann einstakann.
Lykilnótur Mon Guerlain ilmanna eru Lavender, Vanilla og Jasmín. Í Mon Guerlain Intense má finna tvær nótur af Vanilla, vanilla frá Madagascar og vanilla frá Tahiti.
Blandan af Patchouli og Vanilla býr til djúpan, sterkan en seiðandi ilm.

Mon Guerlain Intense:
Toppur: Lavender, Mandarine Orange, Bergamot
Hjarta: Iris, Rose, Jasmín, Tahiti Vanilla, Madagascar Vanilla
Botn: Patchouli, Benzoin, Lakkrís, White Musk

 

Angelina Jolie hefur verið andlit Mon Guerlain ilmanna síðan 2017 en hún er fullkomin ímynd Mon Guerlain.

Angelina hefur talað opinskátt um kvenréttindi, breytingar og styrk kvenna. Angelina er kvenleg en óhrædd að vera hún sjálf. Hún fer sínar eigin leiðir, veit hver hún er og fyrir hvað hún stendur. Skilaboð Mon Guerlain eru einmitt sú að konur skula fagna styrkleikum sínum og kröftum og passar því Angelina fullkomlega vel sem andlit Mon Guerlain.

 

Angelina fer á kostum í nýju auglýsingaherferð Mon Guerlain Intense en auglýsingin er tekin upp á heimili hennar í Kambódíu. Myndbandið er glaðlegt, ferskt og fallegt en hún er óhrædd að sýna sjálfan sig eins og hún er. Húðflúrin hennar eiga stóran leik í myndbandinu en eitt húðflúr stendur þó upp úr en það er arabískur texti á handlegg hennar sem stendur fyrir uppruna barnanna hennar.

Myndbandið má sjá hér

 „Ég er sex barna móðir sem mun leika lykilhlutverk í Marvel kvikmyndinni „The Eternals“ á næsta ári. Börnin mín sögðu mér að þau væru spennt að horfa á mömmu sína leika ofurhetju. Það sem heillar mig mest er að þau vilja sjá mig sem sterka persónu„

Hennar markmið er að sýna börnum sínum sína eigin hamingju og styrkleika án þess að bera skykkju ofurhetjunnar.

Stöndum með sjálfum okkur, fögnum styrkleikum okkur og ilmum vel saman með Mon Guerlain Intense.

Ilmurinn er væntanlegur í verslanir á næstu dögum.

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR