Mon Guerlain

Léttur, ferskur en afar kvenlegur ilmur er fullkomin lýsing á hinum vinsæla ilmi Mon Guerlain Eau De Toilette.

Mon Guerlain EDT er hluti af ilmvatnslínunni Mon Guerlain en hún hefur hlotið gríðarlega vinsælda um allan heim.
Ilmirnir eru orðinir fjórir talsins en þeir hafa allir sömu lykilnótur. Hver ilmur hefur síðan sína eigin nótu sem einkennir hann.

Glasið er fallegt og fágað en hönnunin er um 120 ára gömul.

    
Ilmurinn kemur verulega á óvart. Mon Guerlain er sérstaklega hannaður til að vera óður til kvenleikans. Innblástur ilmsins kemur frá konum, móðir hönnuðsins og styrkleika kvenna,  en skilaboð Mon Guerlain er einmitt að konur skuli fagna styrkleikum sínum og kröftum.

Engin önnur en Angelina Jolie er andlits ilmsins en hún segir að móðir hennar hafi elskað Guerlain og það hafi verið heiður að fá að vinna svona náið með merkinu sem hefur fallegan boðskap.
Angelina talar opinskátt um kvenréttindi, breytingar og styrk kvenna og er hún því fullkominn ímynd ilmsins.

Sagan bakvið hráefni ilmsins er falleg og dýrmæt en aðalnótur ilmsins eru Lavender, jasmín og vanilla.
Hönnuðurinn valdi Lavender vegna þess að Lavender vex og blómstrar alltaf eins. Sama hvernig umhverfið er, líkt og konan.
Vanilla vegna þess það minnir á faðmlag móður hans.
Jasmín varð fyrir valinu eftir að hann heimsótti fallegan stað sem ræktaði Jasmín. Einmitt á þeim degi var mæðradagur og allar konur báru fallega Jasmín kransa um hálsa sína.

Nóta af mandarínu gerir ilminn ferskann og líflegan.

Falleg saga bakvið fallegan ilm gerir Mon Guerlain enn dásamlegri.
Fögnum styrkleika og krafta okkar með Mon Guerlain.

Mon Guerlain Eau De Toilette er á 30 % afslætti í verslunum Hagkaups og Lyf og Heilsu út allann ágúst

 

 

 

 

 

 

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR