HERRAILMIR: Mr. Burberry er mættur – og hann laðar okkur til London!

Mr.-Burberry-Campaign-Forbes-1200x780Mr. Burberry er mættur – og hann laðar okkur með sér til London!

Breska tískuhúsið Burberry er eitt þekktasta og viðurkenndasta lúxus merki heims, bæði í Bretlandi og um heim allann.

Nú kynnir það til leiks Herrailminn Mr. Burberry! Þetta er ilmur, fullur af andstæðum. Hann er nútímalegur en klassískur í senn, rétt eins og sá breski herramaður sem við gerum okkur í hugarlund. Fallegur og fágaður maður sem er alinn upp við hefðir og gildi sem hann tekur ekki of alvarlega, nema þegar við á.
mr.burberry
Við erum að tala um bæði stíl, fágun og uppreisnaranda, allt í senn. Borgin London er einfaldlega innblásturinn fyrir þennan ilm, með öllu sem hún hefur upp á að bjóða, en um leið finnum við vísanir í hinar sterku hefðir bretanna. Einnig sækja hönnuðir ilmsins innblástur í hinn hefðbundna Burberry rykfrakka sem fyrir löngu hefur skipað sér sess sem einskonar „íkon“ í tískuheiminum.
london_burberry

Ilmurinn sjálfur, – Einskonar yfirvegaður uppreisnarandi

MR. BURBERRY er svokallaður intimate ilmur, viðarkenndur og kynþokkafullur, fágaður en örlítið ótamin, svona eins og okkur finnst bresku strákarnir bestir. Hann er munúðarfullur; mætir þér með fáguðu greipaldin og flókinni samsetningu af kardimommum. Í hjartanu finnum við birkilauf og sedrusvið og að lokum finnum við botntóna af vetiver og guaiac viði sem gefur góða jarðtengingu.
Lestu meira um þessa dásemd HÉR á vef Burberry og svo teljum við mjög líklegt að þið hafið líka gaman af þessu myndbandi 😉

Engin ummæli sem stendur

Comments are closed

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR