Must have á Tax Free

Tax Free dagar standa nú yfir í verslunum Hagkaupa og tilvalið er að nýta tækifærið og næla sér í sínar uppáhalds vörur, jafnvel prufa nýjar og spennandi vörur í leiðinni.
Við tókum saman nokkrar af okkar uppáhalds vörum sem við mælum með að þið kíkið á.

 1. Gosh Boombastic
  Fáðu meiri lyftingu og lengd með Boombastic maskaranum.
  Þéttur gúmmí bursti sér til þess að öll augnhárin séu fallega aðskilin.
  Paraben og lyktarlaus.
 2. Clarins Lip Comfort Oil
  Varaolíur, ríkar af plöntu þykkni sem næra varirnar og koma í veg fyrir frekari varaþurrk. Olíurnar gefa vörunum léttan lit með fallegum glans.
 3.  Clarins Ombre Sparkle Eyeshadow
  Mjúkir púður augnskuggar sem eru draumi líkast.
  Sértök formúla sem róar og verndar augnlokið.
 4. Nip+Fab Glycolic Fix Daily Cleansing Pads
  Bómullaskýfurnar vinsælu en þær innihalda ávaxtasýrur sem djúphreinsa og endurnýja húðina, Með reglulegri notkun eykst ljóminn í húðinni, áferð hennar verður sléttari og bjartari. Ef þú hefur ekki prófað, þá eru TaxFree dagarnir tilvaldir til að prófa núna.
 5. Shiseido Synchro Skin Glow.
  Einstaklega fallegur og léttur farði. Miðlungsþekja með endingagóðri formúlu. Húðin fær góðan raka og fallegan ljóma.
 6. Guerlain Rouge G
  Fallega mjúkir varalitir sem innihalda Jojoba og Mango olíu. Sterkir litir og góð ending. Hér hefur þú valið, þú velur litinn og lokið og hannar því þér drauma varalitinn.
 7. Jean Paul Gaultier – Scandal A Paris
  Nýjasti Scandal ilmurinn frá Jean Paul Gaultier er einstaklega ferskur og mildur ilmur, Kvenlegur og kynþokkafullur með nótur af feskri peru, jasmín og hunangi.
 8. Chanel Water Fresh Tint
  Nýr og byltingakenndur farði frá Chanel.
  Léttur og rakagefandi farði sem inniheldur 75% vatn. Örsmáar ambúllur bráðna á húðinni og skilja eftir fallega áferð. Létt þekja sem leyfir náttúrulegum ljóma húðarinnar að skína í gegn.
 9. Chanel Rouge Coco Flash
  Litsterkir og næringaríkir varalitir. Einstök blanda af smjöri og olíum sem næra varirnar og hjálpar litnum endast á vörunum í allt að 8 klukkustundir.
  Litirnir eru hver af öðrum fallegri
 10. Nip+Fab Dragons Blood Eye Mask.
  Kælandi augnmaski sem róar augnsvæðið og veitir því bjartar yfirlit.
  Augnsvæðið er skilið eftir þéttara, rakameira og ferskara.
 11. Guerlain Aqua Allegoria
  Ferskir og fallegir ilmir sem gera þitt ilmvatn sumarlegra. Ilmirnir eru fjölbreyttir eins og þeir eru margir og má þeim blanda saman við önnur ilmvötn til að búa til þinn einkennis ilm.
Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR