Dagana 5-8. nóvember eru Chanel dagar í Lyf & Heilsu og er 20% afsláttur af öllum Chanel vörum. Okkur langaði að taka til smá safn af vörum sem við teljum vera „must have“ og er tilvalið að næla sér í eina eða tvær af þeim á afslætti. Við viljum einnig benda á að hægt er að panta vörur í gegnum síma hjá þeim og fá fría heimsendingu, ef keypt er fyrir 5.000 kr eða meira.
Hydra Beauty Camellia Water Cream
Rannsóknir hafa sýnt að kraftar kamillu blómsins gefa húðinni góðann raka og vernda efsta lag húðarinnar frá streituvaldandi áhrifum í umhverfinu. Camellia Water sér til þess að vernda húðina frá þessum áhrifum, jafna út öldrunareinkenni, gefa henni góða fyllingu og skilja húðina eftir endurnærða. Camellia Water er því fullkomið undir farðann, þar sem kremið sér til þess að förðunin verði geislandi og fersk yfir daginn.
N ° 5 FRAGMENTS D’OR
Margir kannast við Chanel N°5 ilminn sem hefur verið til staðar í áraraðir. Chanel N°5 Fragments D’Or er gyllt ilmvatnsgel fyrir líkamann. Gullagnirnar í flöskunni sjá til þess að húðin fá fallegann gljáa og á sama tíma ilmar hann af Chanel N°5. Þessi fallega flaska af Chanel N°5 Fragments D’Or má alveg lenda undir jólatrénu hjá mér í ár.
Les Beiges Foundation
Farði sem gefur 12 stunda raka og bráðnar inn í húðina þegar hann er settur á andlitið. Farðinn hefur miðlungs létta þekju sem gefur þér kost á að byggja farðann upp af vild. Les Beiges farðinn gefur húðinni fallegann ljóma, sest ekki í fínar línur og verndar hana einnig frá efnum í umhverfinu sem geta haft áhrif á húðina.
Le Volume de Chanel
Með einni umferð af Le Volume de Chanel maskaranum fá augnhárin þína góða þykkt og lengingu án þess að þau klessist saman. Burstinn er stífur með bæði löngum og stuttum hárum sem greiða vel úr augnhárunum.
Les 4 Ombres
Les 4 Ombres palleturnar frá Chanel eru yndislegar, þær bera fallega liti sem passa allir saman. Auðvelt er að útfæra þessa 4 liti á mismunandi hátt, með náttúrulegri förðun sem og fínni förðun. Les 4 Ombres kemur í 4 mismunandi útgáfum en í pallettunni má finna matta, satín, glimmer eða málmkennda augnskugga. Frábær palletta sem er lítil og nett og fer með þér hvert sem þú ferð.
Soleil Tan De Chanel – Bronze Universel Bronzing Makeup
Þessi vara er mikið must þessa dagana til að bæta smá hlýju og ferskleika í förðunarrútínuna. Soleil Tan er matt sólapúður í kremkenndri formúlu sem auðvelt er að blanda inn í andlitið og byggja upp lit. Þessi vara hentar einnig einstaklega vel ein og sér, smá rakakrem og Soleil Tan, þú ert tilbúin í daginn.