Must have fyrir Þjóðhátíð

Ert þú á leiðinni á þjóðhátíð eða aðra skemmtilega útihátíð um verslunarmannahelgina?
Pakkaðu með þér réttu snyrtivörunum svo förðunin haldist lítalaus allan tímann.
Einfaldar, þæginlegar og fljótlegar vörur eru must have fyrir útihátíðina.

  1. Chanel –  CC Cream
Litað dagkrem með 5 ofurkrafta.
Kremið jafnar húðina, veitir henni raka, litaleiðréttir, verndar og veitir náttúrulegan ljóma. Falleg þekja með léttri áferð en formúlan inniheldur einnig SPF 50.
Einfalt krem sem gerir allt sem þú þarft.

2. GOSH Brow Hair Stroke
Ný augabrúna vara frá GOSH en hún hefur slegið í gegn.
Blýantarnir eru sérstakir að því leitinu að tússin hefur rákir í sér til að búa til einstakar og fínar strokur.
Formúlan er afar endingargóð, helst vel á í rigningu og gefur augabrúnunum náttúrulegt og fallegt yfirbragð.
Kemur í 3 litum.

 3. GOSH Rebel Eyes Mascara Skinny B
Gosh heldur áfram að hanna frábæra maskara en Rebel Eyes Mascara Skinny B er nýr maskari frá merkinu. Hann lengir, krullar og greiðir vel úr augnhárunum.
Maskarinn þolir rigningu, raka, svita og tár en auðvelt er að ná formúlunni af með venjulegum augnfarðahreinsi.

 4. GOSH Waterproof Setting Powder
Það er ekkert leiðinlegra en að hafa áhyggjur af förðuninni í útileigunni. Nýja púðrið frá Gosh gerir alla farða vatnshelda. Það má segja að púðrið sé 3in1 vara, það bætir endingu farðans, mattar húðina og sléttar yfirborð húðarinnar. Frábær leið til að halda farangri í lágmarki.

 5. Clarins Instant Light Natural Lip Perfector
Fullkomin gloss sem næra varirnar en gefa fallegan lit.
Glossin innihalda næringaríka formúlu sem verndar þær, mýkir og þéttir.
Ásetjarinn hefur þæginlegan og mjúkan púða sem gerir glossana auðvelda í notkun.

 6. GOSH 3in1 Hybrid Eyes
Krem augnskuggi sem má einnig nota sem augabrúnalit og eyeliner.
3in1 Hybrid eyes er afar auðveldur í notkun. Vöruna má nota með fingrunum og pressa á augnlokin, svo einfalt er það. Fyrir smá extra mælum við með að pressa smá af Clarins Ombre Sparkle Eyeshadow yfir miðju augnlokin með fingrunum og þú ert komin með soft smokey á örfáum mínútum.

 7. Clarins Glow 2 Go
Fallegur krem kinnalitur og bronzer. Skemmtileg vara sem má nota á fjölbreyttan hátt.
Formúlan bráðnar vel inn í húðina svo húðin fær náttúrulegt sólkysst yfirbragð.
Má einnig nota á augu og varir.

Það hefur aldrei verið svona auðvelt að pakka flottum snyrtivörum fyrir ferðalagið

Góða skemmtun !

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR