MUST HAVE sumarvörur – TAX FREE

Við finnum að sumarið er rétt handan við hornið og erum við ótrúlega spennt þar sem þú getur nælt þér í allar réttu sumarvörurnar á Tax Free afslætti. Dagana 5 – 12. maí er Tax Free afsláttur af öllum snyrtivörum í verslunum Hagkaups. Við ákváðum að taka saman lista með öllum þeim MUST HAVE vörum fyrir sumarið.

UV PLUS [5P] Anti-Pollution Translucent - Clarins

UV PLUS Anti-Pollution SPF50 frá Clarins

Sólavörn er þinn besti vinur í sumar, en nýja sólarvörnin frá Clarins er með vörn við öllu. Hún varðveitir og viðheldur okkar æskuljóma og er hún sú fyrsta sem inniheldur vörn gegn UVA og UVB geislum sem og fimm helstu umhverfismengunum sem við mætum í okkar daglega lífi. Þessar menganir eru sólarljós, bláskjár, frjókorn, mengun innan dyra og utan.

Abeille Royale Eye R Repair Serum ❘ GUERLAIN ≡ SEPHORA
Eye R Repair Serum frá Guerlain

Nýjasta viðbótin við Abeille Royale er augnserumið og getum við sagt að þetta sé ein besta varan frá Abeille Royale. Serumið sér til þess að lágmarka öldrunareinkenni og þrota, gylta kúlan á enda dropateljarans kælir augnsvæðið og gefur því ferskleika. Það birtir og stinnir augnsvæðið.

Vital Perfection Uplifting and Firming Dagkrem

Vilt þú krem sem þéttir, sléttir og birtir húðina þína? Vital Perfection línan sér til þess að gefa húðinni hálfgerða lyftingu og munt þú sjá árangur á stuttum tíma. Eftir viku verður húðin sléttari og innan mánuðs verður hún þéttari og bjartari. Þessi dásamlega lína hentar öllum konum á aldrinum 40 ára og eldri sem vilja vernda húðina enn frekar gegn niðurbroti.

Hydra-Essentiel Hydrating Multi-Protection Mist

Hydra-Essentiel Hydrating Multi-Protection Mist Rakasprey frá Clarins

Hydra-Essentiel línan frá Clarins er vinsæl fyrir að gefa húðinni góðann og djúpann raka. Nú er komin ný viðbót við línuna og er það Hydra-Essentiel rakasprey. Spreyið verndar einnig húðina frá streytuvaldandi áhrifum í umhverfinu. Spreyið má nota áður en farðinn er settur á andlitið eða yfir daginn til að fríska upp á förðunina.

SYNCHRO SKIN RADIANT LIFTING Foundation | SHISEIDO
Radiant Lifting Foundation frá Shiseido

Þetta væri varan sam margar konur myndu taka með sér á eyðieyju, farðinn sem gefur þér fallega útgeislun og ljóma, inniheldur einnig SPF 30.  Farðinn gefur miðlungs þekju, fyllir í fínar línur og hrukkur og gefur húðinni góðann raka. Þessi unaðslegi farði crease’ast ekki né smitar út frá sér.

The Bronzing Powder - 96% naturally-derived ingredients (See 1/5)

Terracotta Original frá Guerlain

Margir elska sólarpúðrin frá Guerlain og nú var Terracotta að koma með nýja formúlu sem gefur andlitinu þínu fallegt sólkysst útlit. Þú ættir að finna lit sem hentar þér þar sem púðrið kemur í 6 mismunandi litum, bæði í hlýjum og köldum tónum. Sólarpúðrið samanstendur af 96% náttúrulegum innihaldsefnum.

Chanel Rouge Coco Bloom Lip Colour - Review and Swatches | Chic moeY

Rouge Coco Bloom frá Chanel

Elskum við ekki varaliti sem eru þæginlegir, gefa okkur hámarks glans, góða fyllingu og endast vel á vörunum! Chanel var að gefa út nýja línu Rouge Coco Bloom en þeir eru guðdómlegir á vörunum og koma í 20 mismunandi litum. Þú ættir klárlega að geta fundið þinn rétta lit.

Guess box frá GUESS

Við kynnum nýtt og skemmtilegt merki, GUESS. GUESS gjafakassarnir eru frábærir og eru þeir til í 6 mismunandi útgáfum. Við myndum segja að þessir kassar væru fullkomnir fyrir allar ungar skvísur sem eru að byrja farða sig. Þessir gjafakassar eru einnig vegan og cruelty free, sem við elskum auðvitað.

Vitamin C Scrub | Skincare | Exfoliators | Nip+Fab
C-Vitamin skrúbbur frá Nip+Fab

Æðislegur C-vítamín skrúbbur frá Nip+Fab sem tekur dauðar húðfrumur og gefur húðinni bjartara og ferskara yfirbragð. Húðin verður silkimjúk og endurnærð. Athuga að mikilvægt er að geyma C-vítamín vörur á stað þar sem sólin skín ekki á vöruna. Með að geyma hana á lokuðum stað endist hún lengur

Dolce & Gabbana DOLCE&GABBANA Men's Light Blue Forever Pour Homme Eau de Parfum Spray, 1.6-oz. & Reviews - All Perfume - Beauty - Macy's
Light Blue Forever frá Dolce & Gabbana

Sumarilmurinn frá Dolce & Gabbana er glæsilegur og ilmar eins og sumarveisla. En megin nóta ilmsins er sítrus. Herrailmurinn er með begamot, greip, hvítum musk, patchouli og sjávarlofti. Dömuilmurinn er með blóðappelsínu, grænu epli, hvítum blómum, hvítri musk og sedruviði.

 

 

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR