Must have vörur í förðunarlínu Shiseido

Shiseido er búið að vera mikið í umræðunni hjá okkur eftir komu Synchro Skin Self-Refreshing Farðann en Shiseido er eitt af þessum merkjum sem ekki hægt er að fá nóg af.
Við vitum vonandi flest í dag að nýji farðinn frá Shiseido er alveg geggjaður en öll förðunarlína merkisins er einnig ótrúlega falleg og flott.
Okkur langar að kynna fyrir ykkur nokkrar „must have“ vörur.

Shiseido Synchro Skin Self–Refreshing Foundation
Fyrsti farði Shiseido sem nærir húðina allan daginn. Farðinn inniheldur ActiveForce tækni sem berst gegn hita, raka, olíu og hreyfingu en með því helst farðinn á allan daginn. Formúlan er létt og veitir miðlungsþekju sem auðvelt er að byggja upp. Hentar öllum húðgerðum en farðinn veitir þurri húðgerð raka í allt að 8 tíma en hann jafnar olíumyndun í olíumikilli húðgerð. Smitar ekki og sest ekki ofan í línur.

Synchro Skin Invisible Silk Loose Powder
Laust púður sem fullkomnar húðina og farðann.
Til í tveimur týpum, mött og áferð sem gefur léttan og fallegan ljóma. Formúlan er afar létt en hún dregur úr öllum glans á húðinni í allt að 8 tíma.
Húðin virðist mýkri og jafnari. Dregur úr húðholum og sest ekki ofan í fínar línur.
Púðrið er alveg litarlaust og skilur ekki eftir sig hvítar rákir eftir myndavéla flass.

Minimalist WhippedPowder Blush
Froðukenndur kinnalitur sem er ótrúlega fallegur á húðinni og einfaldur í notkun.
Formúlan endist allan daginn á húðinni, er litsterk og leyfir húðinni að anda vel. Mjúk og mött áferð en kinnalitinn má einnig nota sem augnskugga.

Kajal InkArtist
Eyeliner, augabrúnavara eða augnskuggi, þú velur.
Dásamlegur penni með litsterkri og mjúkri formúlu sem auðveldar þér förðunina. Hvort sem það er eyeliner, augabrúnir eða augnskuggi. Einfaldar þér lífið á ferðinni og er því Kajal InkArtist fullkominn ofan í töskuna.
Yddara og svamp má finna á öðrum enda blýantsins.

ArchLiner
Fljótandi eyeliner sem endist og endist. Ásetjarinn er örfínn og skáskorinn svo þú náir að framkalla fullkomna og mjóa línu sem auðvelt er að byggja upp.
Formúlan þornar hratt og algjörlega vatnsheld.

ModernMatte Powder Lipstick
Mest seldu varalitir Shiseido en þeir innihalda afar skemmtilega og flotta formúlu.
Varalitirnir eru með léttri púður áferð sem legst fallega ofan á varirnar en blanda af vaxi og olíu næra varirnar fullkomlega um leið. Liturinn þornar á vörunum, áferðin verður mött sem endist allan daginn. Varirnar verða lausar við allan þurrk og haldast því fallegar og vel nærðar meðan liturinn situr á.

Aura Dew
Margnota ljómavara.
Vara sem nota má sem augnskugga, ljóma á bringu og kinnbein eða yfir varaliti og gloss.
Froðukennd formúla sem bráðnar fallega á húðinni  en inniheldir öfínar sanseraðar agnir sem búa til einstakan ljóma. Kemur í þremur litum, silfur, gull og rósableikum.

Augnhárabrettari
Vinsælasti augnhárabrettari til allra tíma. Ein af vinsælustu vörum Shiseido en þessi brettari slær alla aðra brettara út.
Förðunarfræðingar kjósa enga aðra brettara eftir að hafa prufað Shiseido brettarann.
Hann endist ótrúlega lengi, er í fullkomnri stærð og lögun og hentar þar af leiðandi öllum augngjörðum. Brettarinn hentar einnig öllum týpum af augnhárum og nær fullkomlega til allra smæstu augnhárana.

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR