My Clarins – Vegan og Cruelty free vörur fyrir húðina

My Clarins er vörulína sem leggur áherslu á umhverfið og að framleiða náttúrulegar vörur, en línan er 95% náttúruleg, vegan og cruelty free. Þessi vörulína miðar að yngri húð, sem og að fullorðnu fólki sem er að byrja að feta sig áfram í húðumhirðu. Í stuttu máli einblínir þessi lína á að efla húðina, gefa henni góðan raka og útgeislun.

Comment MyClarins s’impose comme la gamme de soins idéale des Millenials

My Clarins vörulínan hugsar einnig vel um umhverfið okkar þar sem hver kassi utan um umbúðirnar er gerður úr endurunnum pappa úr skógi sem er stjórnað á sjálfbæran hátt.

Re-Move

Það eru til þrjár útgáfur af Re-Move en þær eru Micellar Cleansing Milk, Purifying Cleansing Gel og Radiance Exfoliating Powder. Þessir hreinsar eiga það sameiginlegt að fjarlægja farða af andlitinu, losa óhreinindi af húðinni og þau mengunarefni sem hafa sest á húðina yfir daginn, sem og að fjarlægja dauðar húðfrumur. Allir hreinsarnir hafa mismunandi áferð, en þær eru mjólkurkennd, gelkennd og duftkennd.

My Clarins RE-FRESH hydrating beauty mist

Re-Fresh

Þetta rakasprey er algjört must að eiga! Re-Fresh hefur góða lykt sem einkennist af blóma- og ávaxtanótum og fer létt á andlitið. Það gefur húðinni mikinn raka og eru innihaldsefni spreysins 90% náttúruleg. Það má nota þetta sprey kvölds og morgna, eða á ferðinni. Við mælum með að prófa spreyið, það er svo guðdómlegt.

My Clarins RE-BOOST comforting hydrating cream - Clarins

Re-Boost

My Clarins Re-Boost er rakakrem fyrir andlitið og kemur varan í þremur útgáfum, Refreshing, Comforting og Matifying. Refreshing er fyrir blandaða húð, kremið er létt og með gelkennda áferð sem hverfur samstundis inn í húðina. Einnig gefur kremið húðinni ferskleika allan daginn. Comforting er fyrir þurra og viðkvæma húð, þetta krem er pakkað af næringu og gefur húðinni mikinn raka, eða allt að 24 tíma raka. Kremið róar húðina og minnkar roða og þurrk sem myndast á húðinni. Matifying er fyrir olíumikla húð, kremið lágmarkar svitaholur og glansandi húð en gefur húðinni raka og útgeislun í allt að 8 tíma. Fullkomið fyrir unga húð sem er að byrja að fá bólur en vantar gott rakakrem!

My Clarins RE-CHARGE relaxing sleep mask

Re-Charge

Þessi vara frá My Clarins er svefnmaski með náttúrulegum innihaldsefnum og endurhleður húðina. Maskann þarf einungis að nota á kvöldin, eða nokkrum sinnum í viku. Við mælum með að eiga þessa tvennu frá My Clarins línunni, Re-Boost og Re-Charge.

My Clarins CLEAR-OUT blackhead expert [stick + mask] - Clarins

Clear-Out

Clear-Out maskinn kemur í tveimur útgáfum, Blackhead Expert og Target Imperfections. Þessir maskar eru frábærir fyrir þá sem vilja fjarlægja stíflaðar húðholur á andlitinu, sérstaklega á nefinu og T-svæðinu. Blackhead Expert inniheldur maska og skrúbb sem er falinn í tappanum. Til að byrja með er skrúbburinn borinn á rakt T-svæðið. Síðan er þykkt lag af maskanum borið á T-svæðið eða allt andlitið. Maskinn er látinn vera á í 5-10 mínútur og skolaður af með volgu vatni. Target Imperfections er borinn beint á bólu eða bólgið svæði, kremið lágmarkar roða og minnkar áberandi bólur.

My Clarins PORE-LESS blur and matte stick

Pore-Less

Þessi vara er frábær fyrir þá sem eru með olíumikið T-svæði þar sem hún minnkar sjáanlegan gljáa og heldur svitaholum í lágmarki. Gott er að nota stiftið á T-svæðið áður en farði er settur á andlitið. Pore-less skilur húðina eftir slétta og með matta áferð.

 

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR