Natural Lip Perfector… hinn fullkomni gloss

Gloss er förðunarvara sem mun aldrei fjara út en að finna gott, næringaríkt gloss með fallegum lit er ómissandi !
Við þekkjum mörg að hafa eflaust 2-3 gloss í veskinu okkar en við tökum alltaf upp sama glossið.
Clarins Natural Lip Perfector er þetta gloss sem við öll elskum og getum ekki verið án.
Ef þú þekkir ekki Natural Lip Perfector glossin eða „túpuglossin“ eins og þau eru kölluð hér á Íslandi þá getur þú lesið allt um þau hér að neðan og hvers vegna þau eru svona vinsæl.

Natural Lip Perfector hefur verið á markaðnum í fjölda ára og með komandi árum hafa fleiri litir bæst í safnið vegna vinsælda. Glossarnir eru í dag ein af mest seldu vörum Clarins.
Ástæða vinsælda þeirra er hve nærandi formúlan er en hún inniheldur Shea Butter og Vítamin F sem næra varirnar allan daginn ásamt því að þétta þær og veita þeim örlitla lyftingu sem lætur þær líta út fyrir að vera fylltri.

Ásetjarinn er úr mjúkum púða sem gerir það að verkum að jöfn áferð af glossinu sest á varirnar svo auðvelt er að setja glossið á sig hvar og hvenær sem er, án spegils. Glossið er því fullkomið í veskið til að grípa í hvenær sem er. Formúlan bráðnar létt á vörunum og gefur þeim léttan en fallegan lit. Léttur og dásamlegur vanillu ilmur er af glossinu.

Litirnir eru sex talsins, allt frá léttum og ljósum í dekkri og djúpari liti, allir fallega glansandi með léttri sanseringu.

Kate Middleton sást nota Natural Lip Perfector og aðeins nokkrum mínútum síðar flaug hver glossin á eftir öðrum úr hillum verslana hvar sem er í heiminum.

Það skemmtilega við glossana er að hægt er að nota þá eina sér og við hvaða tilefni sem er, einnig eru þeir fullkomnir yfir önnur gloss, varaliti eða varablýanta.

Fullkomnar varir með fullkomnu glossi hvar og hvenær sem er

Glossana má finna meðal annars í:
Hagkaup Kringlu
Hagkaup Smáralind
Hagkaup Garðabæ
Hagkaup Skeifu
Hagkaup Spöng
Hagkaup Njarðvík
Hagkaup Akureyri
Lyf og Heilsu Kringlu

 

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR