NIP+FAB: Áhrifamikil hreinsilína fyrir feita, blandaða og viðkvæma húð

NipFab_zpsc6zrxyqm

GLYCOLIC FIX EXTREME 
Þessi hreinsimeðferð er sérstaklega fyrir feita/blandaða húð. Púðarnir hreinsa vel dauðar húðfrumur, losa óhreinindi og stíflaða tappa úr svitaholum með kraftmikilli blöndu af AHA /BHA sýrum. AHA sýrur slípa og slétta húðina, BHA hreinsa og losa stíflur í húðholum, þétta svitaholur ásamt því að hafa bólgueyðandi og bakteríudrepandi eiginleika.
Þessi einstaka blanda af sýrum, gefur feitri/blandaðri húð þetta tæra, bjarta útlit sem við sækjumst eftir og þétta húðholur svo húðin verður slétt á yfirborðinu. Púðana skal nota á hreina húð (eftir almenna hreinsun) og má nota 1-2svar á dag.

Innihald:

5% Glycolic > sýra slípar húðina og bætir áferð
Salisylic acid > hjálpar að losa óhreinindi í húð
Lactic acid > hjálpar húð að losa sig við dauðar húðfrumur
DL-Mandelic acid > losar stíflur djúpt í húðholum
Hyaluronic acid > viðheldur raka í húð.

glycolic_fix-overnight_purifying_gel-40ml-webGLYCOLIC FIX OVERNIGHT PURIFYING GEL

Nætur meðferð fyrir líflausa/feita húð. Gelið slípar, sléttir og hreinsar húðina yfir nóttina, svo að morgni er hún bjartari og sléttari ásýndum. Gelið undirbýr húðina yfir nóttina fyrir næsta dag.

Innihald:

+ 4% Glycolic acid > slípar yfirborðið
+ salisylic acid > hjálpar að losa stíflur
+ Vítanín B3 > gefur jafnari húðlit
+ chamomile extract > róar húðina og veitir þægindatilfinningu

Gelið er borið á hreina húð á hverju kvöldi.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR