Nokkur góð ráð til að viðhalda fallegri brúnku sem lengst

Við Íslendingar erum óð í sólina og brúnkuna sem henni fylgir. Við nýtum hverja einustu mínútu af sólargeislum sem við fáum hvort sem það er hér á landi eða við sækjum þá erlendis frá.
Plúsinn er alltaf að fá smá lit á húðina.
En hvernig er best að viðhalda litnum sem lengst?

Mikilvægt að huga rétt að húðinni bæði fyrir sólböð og eftir, þá fær liturinn að njóta sín sem best og lengst.

Það er mjög mikilvægt að huga að húðinni fyrir sólböð.

            

Best er að byrja á kaldri sturtu en köld sturta fer betur með húðina okkar en heita vatnið. Heita vatnið á það til að þurrka upp húðina okkar frekar, með þeim afleiðingum flagnar húðin mun fyrr og brúnkann nær ekki jöfnum og fallegum lit.

Því næst er mikilvægt að skrúbba húðina vel og losa sig við dauðar húðfrumur og umfram óhreindini.
Með þessu fáum við jafnari lit og fallegri.

Clarins Tonic Body Polisher er æðislegur sykurskrúbbur sem tónar húðina, endurvekur og endurnýjar hana ásamt því að sópa í burtu dauðum húðfrumum.
Skrúbburinn er umvafinn dásamlegri olíu sem gegnir því verkefni að næra húðina um leið.

Þegar við höfum skrúbbað húðina er nauðsynlegt að næra hana vel.
Við gerum það með að bera á hana gott líkamskrem sem veitir húðinni okkar góðan raka og góða næringu.
Best er að bera á húðina á kvöldi til og leyfa rakanum að vinna sig vel inn í húðina.
Ef við nærum húðina okkar alla daga þá komum við í veg fyrir frekari þurrk í húðinni. Húðin okkar verður einnig mun móttækilegri litnum þegar hún er vel nærð.

Olíur er einnig frábær kostur til að næra húðina vel. Olíur læsa rakann oft betur í húðinni og hafa einnig róandi áhrif á andlegu hliðina okkar.

Sólarvörn gegnir stóru hlutverki þegar kemur að ná fram fallegum lit og viðhalda honum. Án hennar lendum við í bruna, sársauka og roða. Húðin okkar þurrkast og fer að flagna.
Með góðri sólarvörn fáum við jafnari lit, góða næringu og raka. Brúnkan okkar verður ekki bara fallegri heldur verðum við laus við allan roða og bruna og liturinn endist lengur.

Síðast en ekki síst er After Sun mjög mikilvægt en það verndar húðina okkar eftir sólina. Formúlan róar húðina og læsir inni öllum raka sem við kunnum hafa misst yfir daginn. After Sun vinnur einnig gegn skemmdum sem orðið hafa á húðinni sem dæmi roða og bruna vegna sólargeisla. Þannig færð þú fallegri brúnku og húð um leið. Með reglulegri notkun af After Sun viðheldur brúnkann sér mun betur.

Brúnkudropar eru æðislegir fyrir smá extra lit hvort sem þú hefur legið í sólbaði eða ekki.
Radiance-Plus Golden Glow Booster eru æðislegir brúnkudropar frá Clarins. Þú einfaldlega setur 2-6 dropa í rakakremið eða líkamskremið þitt og þú færð ljómandi fallega brúnku sem eykst með tímanum.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR