Dekraðu við sjálfa/n þig
Nú er rétti tíminn til þess að setja á sig maska, rakakrem á líkamann, smá brúnku og uppáhalds naglalakkið! Þegar að manni líður vel í eigin skinni er mun auðveldara að líta björtum augum á aðstæður og einblína á það jákvæða.
NIP+FAB Dragons Blood Fix Plumping Mask – Elisabeth Arden Green Tea Honey Drops Body Cream – NIP+FAB Express Tan Mousse – Chanel Le Vernis Mirage 739
Hreinsaðu til
Farðu í gegnum snyrtivörurnar þínar og hentu því sem er útrunnið eða ónýtt. Gamlar og útrunnar vörur geta valdið ofnæmisviðbrögðum. Á snyrtivörum er lítil merking sem segir til um hve lengi varan endist eftir að hún er opnuð, algengast er 6 – 12 mánuðir. Það er gott að fara yfir snyrtivörurnar af og til og réttlæta kaup á nýjum.
Þrífðu förðunarburstana þína
Húðsjúkdómafræðingar mæla með því að djúphreinsa förðunarbursta og svampa vikulega. Við erum líklegast flest sek um það að leyfa aðeins lengri tíma að líða á milli en nú er kjörið tækifæri fyrir þrif!