Nýja hreinsilínan frá Clarins er loksins komin!

Við erum spennt að kynna fyrir ykkur nýju Clarins hreinsilínunni sem er mætt í búðir. Í þessari færslu langar okkur að segja þér frá þessum frábæru vörum og hvað þær gera fyrir húðina þína.

Í 1.400 metra hæð má finna andrúmsloft sem er svo tært, hreint og mengunarlaust. Þar er  Clarins að sækja plönturnar sínar sem notaðar eru í nýju hreinsilínunni þeirra. Clarins vildi búa til tæra vörulínu með lífrænum og hreinum innihaldsefnum.

Velvet Cleansing Milk
Velvet Cleansing Milk

Velvet hreinsimjólkin fjarlægir allan léttann farða og þá mengun sem sest hefur á húðina. Heinsimjólkin sér einnig til þess að húðinn fái góðann raka. Varan hentar vel fyrir venjulega til þurra húð og er borin á andlit, augu og varir, morgna og kvölds. Hreinsimjólkin er svo skoluð af með vatni.

Cleansing Micellar Water

Cleansing Micellar Water

Micellar hreinsivatnið hentar öllum húðtýpum, einstaklega vel fyrir viðkvæma húð. Hreinsivatnið fjarlægir auðveldlega léttann farða, mengun og öll órehinindi í einu skrefi. Fljótleg leið til að ná hreinni, ferskri og geislandi húð. Varan er sett í bómul og borin á andlit, augu og varir. Ekki þarf að skola vöruna af.

Total Cleansing Oil

Total Cleansing Oil

Unaðsleg hreinsiolía sem fjarlægir auðveldlega mikinn farða sem og vatnsheldann farða. Hreinsiolían hentar öllum húðtýpum og sér til þess að húðin verði silkimjúk. Varan er sett í lófann þinn og nudduð á allt andlitið, einnig augu. Hreinsiolían er svo skoluð af með vatni.

Toning Lotion Purifying, Hydrating & Soothing

Tonic Lotion eða hreinsivatn er notað eftir að þú hefur hreinsað húðina. Hreinsivatnið sér til þess að hreinsa burt þau óhreinindi sem eftir voru. Clarins hreinsivötnin eru alkahóllausir, halda örverumyndun í jafnvægi og jafnar hverja húðgerð.

  • Purifying (græna) hreinsivatnið djúphreinsar húðina og minnkar húðholur. Skilur húðina eftir mjúka,endurnærða og án glans.
  •  Hydrating (gula) hreinsivatnið gefur húðinni góðann raka og skilur hana eftir silkimjúka og þæginlega.
  • Soothing (bleika) hreinsivatnið róar húðina og gefur henni raka í leiðinni. Þetta rakavatn er frábært fyrir þær sem eru með viðkvæma og þurra húð
Foaming Cleanser Purifying, Hydrating & Soothing

Foaming hreinsikremið er borin á raka húð, nuddið kreminu í hringlaga hreyfingar yfir allt andlit og háls. Skolið af með volgu vatni og notið ekki á augun. Í þessum einstöku vörum er engin sápa heldur lífræn sápujurt sem lætur vöruna mynda froðu.

  • Purifying (græna) hreinsikremið er frábært fyrir olíumikla húð en varan djúphreinsar og mattar húðina.
  • Hydrating (gula) hreinsikremið er fyrir venjulega til þurra húð. Hreinsikremið gefur húðinni góðann raka og skilur hana eftir mjúka og slétta.
  • Soothing (bleika) er fyrir mjög þurra og viðkvæma húð en hreinsikremið fjarlægir varlega öll óhreinindi. Hreinsikremið gefur húðinni góða næringu og skilur hana eftir þæginlega og óerta.

Gentle Renewing Cleansing Mousse

Gentle Renewing Cleansing Mousse

Hreinsifroða sem hentar öllum húðtýpum – hreinsifroðuna má nota morgna og kvöld á andlit og háls. Vöruna má nota til að hreinsa burt farða á kvöldin eða á morgnanna þegar þú vaknar. Húðin verður silkimjúka, geislandi og fersk.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR