Nýjasti Scandal frá Jean Paul Gaultier!

Nýjasti ilmurinn frá Jean Paul Gaultier er komin í verslanir. Ilmurinn ber nafnið Scandal A Paris og er sá þriðji í seríu af Scandal ilmunum en sjá má grein um Scandal by night HÉR.

Nýjasta viðbótin er aðeins léttari útáfa af fyrri ilmi en sami undirtónn sem er hungang og gerir hann því sætan og kvennlegan. En til að fullkomna ilminn má finna peru og Jasmín sem gefa honum léttann brag.

Innblástur fyrir ilmina í Scandal línunni kemur frá París, þó annari hlið af París…. Þegar við hugsum um rómantísku borgina París kemur fyrst upp í huga Effel turninn, fegurð og rómantík! Það er þó ekki það sem Jean Paul hafði í huga þegar að hann þróaði Scandal ilmina! Innblásturinn kemur frá París að kvöldi til, partý, klúbbar og svona aðeins dekkri hlið borgarinnar fallegu.

Rússneska fyrirsætan Irina Shyak er andlit ilmsins og smell passar í hlutverkið að okkar mati. Enda kynþokkafull kona með sterkar skoðanir.

Jean Paul Gaultier og Irina Shyak 

Glasið er glæsilegt eins og fyrri ilmir

Það sem einkennir þennan mjúka og ferska ilm er: Hungang, Jasmín og perur

Ilmirnir eru nú þrír en sá nýjasti léttastur af þeim

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR