Með kólnandi veðri skiptir miklu máli að hugsa vel um húðina og halda henni rakamikilli og vel nærðri. Veðurbreytingar geta haft mikil áhrif á húðina okkar og getum við farið að finna fyrir þurrki og óþægindum útaf þeim. Elizabeth Arden hafa verið að gefa út serum línu í formi hylkja síðan 1990 og voru þeir að bæta við nýjum hylkjum sem innihalda hýalúrónsýru (e. Hyaluronic Acid) og keramíð (e. ceramides). Hýalúrónsýra dregur í sig raka á meðan húðstyrkjandi keramíð læsir hana inni.
Serum’ið á að gefa húðinni ferskt útlit, stinnir og skilgreinir útlínur andlitsins, gefur húðinni góðann raka og ljóma, sléttir og mýkir andlitið sem og að vernda hana gegn rakatapi. Elizabeth Arden prófaði vöruna á 55 konum yfir 4 vikna tímabil, um 98% sögðu að húðin væri ferskari og sléttari eftir notkun á vörunni og 87% sögðu að þær fundu strax fyrir að húðin væri bústuð og rakamikil.
Einungis þarf eitt hylki og er það nóg til að bera á andlit og háls. Serumið er borið á hreint andlit eða áður en rakakremið er sett á. Til þess að opna hylkin er snúið upp á hálsinn á hylkinu tvisvar og innihaldið kreist á andilit eða í fingurgómana. Það má nota hylkið einu sinni eða tvisvar á dag. Einnig kunnum við vel að meta það en hylkin eru niðurbrjótanleg í umhverfinu.